Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika 10. nóvember 2006 16:17 Vatnajökulsþjóðgarður verður einn sá stærsti í Evrópu og gæti laðað að sér 42.000 ferðamenn aukalega. MYND/Vilhelm Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Vatnajökulsþjóðgarður mun þekja um 15.000 km² sem samsvarar um15% af yfirborði Íslands og nær til lands sem varðar stjórnsýslu átta sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu mun þjóðgarðurinn í fyrstu ná til alls jökulsins og helstu áhrifasvæða hans, þ.m.t. Jökulsá á Fjöllum. Nákvæm mörk þjóðgarðsins munu þó ráðast endanlega af samningum við landeigendur og handhafa nytjaréttar. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur. Fram hafa farið viðræður við landeigendur þess lands sem áhugavert er talið að verði hluti þjóðgarðsins og verður þeim viðræðum haldið áfram með það fyrir augum að ljúka samningum jafnskjótt og lög um Vatnajökulsþjóðgarð verða að veruleika. Þess er vænst að hægt verði að stofna Vatnajökulsþjóðgarð seint á árinu 2007 eða snemma árs 2008. Lagt er til í frumvarpinu að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs taki mið af alþjóðlegum viðmiðum um þjóðgarða og friðlýst svæði og að verndarstig einstakra svæða þjóðgarðsins miðist við að hefðbundnar nytjar, svo sem beit og veiðar á fuglum, dýrum og vatnafiskum geti farið fram með viðlíka hætti innan þjóðgarðsins og verið hefur. Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur hefur lagt mat á áhrif þjóðgarðsins og þeirra tillagna sem fyrir liggja um uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur að þjóðgarðurinn geti fjölgað ferðamönnum til Íslands um 5-7% árið 2012, umfram það sem annars hefði verið, eða um 30-42 þúsund manns og gistinóttum þeirra um 300-400 þúsund. Miðað við það er áætlað að þjóðgarðurinn muni skila 3-4 milljörðum króna í viðbótar gjaldeyristekjur árið 2012 (á núvirði), 70% af því vegna útgjalda ferðamanna innanlands en 30% vegna fargjalda. Árið 2020 telur Rögnvaldur að Vatnajökulsþjóðgarður muni geta skilað a.m.k. 11 milljörðum í auknum gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum. Líkur eru taldar á að tilkoma Vatnajökulsþjóðgarðs muni auka atvinnu- og þjónustutekjur á nærsvæðum þjóðgarðsins um 1,5 milljarða króna á núvirði á árinu 2012. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur. Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Vatnajökulsþjóðgarður mun þekja um 15.000 km² sem samsvarar um15% af yfirborði Íslands og nær til lands sem varðar stjórnsýslu átta sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu mun þjóðgarðurinn í fyrstu ná til alls jökulsins og helstu áhrifasvæða hans, þ.m.t. Jökulsá á Fjöllum. Nákvæm mörk þjóðgarðsins munu þó ráðast endanlega af samningum við landeigendur og handhafa nytjaréttar. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur. Fram hafa farið viðræður við landeigendur þess lands sem áhugavert er talið að verði hluti þjóðgarðsins og verður þeim viðræðum haldið áfram með það fyrir augum að ljúka samningum jafnskjótt og lög um Vatnajökulsþjóðgarð verða að veruleika. Þess er vænst að hægt verði að stofna Vatnajökulsþjóðgarð seint á árinu 2007 eða snemma árs 2008. Lagt er til í frumvarpinu að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs taki mið af alþjóðlegum viðmiðum um þjóðgarða og friðlýst svæði og að verndarstig einstakra svæða þjóðgarðsins miðist við að hefðbundnar nytjar, svo sem beit og veiðar á fuglum, dýrum og vatnafiskum geti farið fram með viðlíka hætti innan þjóðgarðsins og verið hefur. Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur hefur lagt mat á áhrif þjóðgarðsins og þeirra tillagna sem fyrir liggja um uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur að þjóðgarðurinn geti fjölgað ferðamönnum til Íslands um 5-7% árið 2012, umfram það sem annars hefði verið, eða um 30-42 þúsund manns og gistinóttum þeirra um 300-400 þúsund. Miðað við það er áætlað að þjóðgarðurinn muni skila 3-4 milljörðum króna í viðbótar gjaldeyristekjur árið 2012 (á núvirði), 70% af því vegna útgjalda ferðamanna innanlands en 30% vegna fargjalda. Árið 2020 telur Rögnvaldur að Vatnajökulsþjóðgarður muni geta skilað a.m.k. 11 milljörðum í auknum gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum. Líkur eru taldar á að tilkoma Vatnajökulsþjóðgarðs muni auka atvinnu- og þjónustutekjur á nærsvæðum þjóðgarðsins um 1,5 milljarða króna á núvirði á árinu 2012. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira