Fótbolti, auglýsingaflóð, PCB og fallinn njósnari 10. nóvember 2006 21:02 Áhugi íslendinga á enska boltanum heldur heilu flugfélögunum gangandi. Maður fer fram og til baka til Lundúna og það er enginn í vélinni nema fótboltabullur - jú og erlendir verkamenn. Hvert sem maður fer á Íslandi er talað um Púlara - þeir fussa og sveia ef þeir heyra að maður sé United maður. Þetta er komið í staðinn fyrir ég veit ekki hvað... einu sinni höfðum við rímnastaglið - já, þetta er mikið stagl og engin leið að halda fram að almennur fótboltaleikur sé miklu skemmtilegri en rímnalestur. Maður getur samt glaðst yfir því að margir karlmenn gætu verið að gera eitthvað miklu verra en að horfa á þessa tilbreytingarsnauðu íþrótt þar sem ekkert gerist tímunum saman og leikir vinnast yfirleitt ekki nema með einu marki. Rómverjar stunduðu skylmingaleiki þar sem fólk var höggvið í spað og rifið í tætlur af óðum villidýrum. Það var verra. Nú ætla íslenskir athafnamenn að fara að kaupa fótboltafélag aftur. Það er vel skiljanlegt miðað við áhugann. Fótboltinn er að sumu leyti kominn í staðinn fyrir laxinn, bankarnir hérna eiga stúkur á leikvöngum í Englandi og bjóða þangað vildarvinum sínum. Verst að Eiður er farinn frá Chelski. Nú er þetta aðeins stærra í sniðum en Stoke-ævintýrið. West Ham er þó í efstu deild - þótt yfirleitt sé það nær botninum en toppnum. Ég hef einu sinni komið í hverfið þar sem West Ham er og séð leikvöllinn tilsýndar. Allt þarna er heldur óhrjálegt, því þótt liðið sé kennt við vestur er það í rauninni í austri - í gamla East End. Þar mun liðið hafa verið upprunalega stofnað fyrir meira en hundrað árum til að halda öreigalýðnum í hverfinu frá drykkjuskap. --- --- --- Prófkjörsauglýsingar með löngum listum stuðningsmanna eru farnar að verða dálítið útjaskaðar. Ótal auglýsingar af þessu tagi mátti finna í blöðum í dag. Ég er eiginlega hættur að skoða þær. Tek þó eftir - og finnst dálítið fyndið - í hversu miklum mæli sama fólkið er að lýsa yfir stuðningi við frambjóðendur. Hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum þykir greinilega algjörlega ófært að bjóða sig fram nema maður hafi stuðning Ólafs G. Einarssonar, Jónmundar Guðmarssonar og Ásdísar Höllu Bragadóttur. Þau eru heldur ekki nísk á stuðning sinn. Og svo eru Þorgerður Katrín og Bjarni Ben eins og útspýtt hundskinn að mæta á kaffi- og rabbfundi á allar kosningaskrifstofur. --- --- --- Ísbirnir á norðurslóðum þykja háskalegur matur vegna eiturefna sem setjast að í þeim, svokallaðra þrávirkra lífrænna efna, PCB, DDT og fleiri efna. Skýringin er sú að þetta eitur safnast fyrir í norðrinu, ísbirnirnir lifa lengi og eru efst í fæðukeðjunni. Þar er magn þessara efna mest. Þeir éta seli sem eru líka mengaðir af þessum efnum. Hvað þá með hvali sem líka tróna efst í fæðukeðjunni - er hugsanlegt að þeir séu líka mengaðir af þessum óþverra? Kann að vera - og nú tek ég fram að ég er fúx í líffræði - að ekki sé hollt fyrir þjóðina að éta allt hvalkjötið sem tekst ekki að selja til útlanda. Enda langreyðarnar hans Kristjáns kannski á haugunum? ---- --- --- Marcus Wolf er dáinn. Hann var njósnameistarinn sem sagt var að John Le Carré hefði byggt á sögupersónuna Karla, helsta andstæðing Georges Smiley í frægum skáldsögum. Wolf var svo dularfullur að á Vesturlöndum vissu menn ekki hvernig hann leit út fyrr en árið 1978. En starfs hans sáu víða merki; það var eins og blautur draumur greiningardeildarmanns. Ásamt Erich Mielke trónaði Wolf á toppnum í næstum hundrað þúsund manna lögregluliði Stasi, í ríki þar sem var sagt að fjórði hver maður væri uppljóstrari. Wolf sá einkum um njósnir á Vesturlöndum, en frægasti útsendari hans var Günther Guillaume sem var helsti ráðgjafi Willys Brandt og varð þess valdandi að jafnaðarmannaleiðtoginn þurfti að segja af sér 1974. Wolf þótti fjarskalega laglegur maður og stórgáfaður. Hann eyddi lífi sínu hins vegar í þjónustu vonds málstaðar, austur-þýska herbúðasósíalismans. Að sumu leyti voru honum búin þessi örlög. Foreldrar hans voru kommúnistar af gyðingaættum sem flúðu til Sovétríkjanna þegar Hitler komst til valda og þar ólst Wolf upp. Hann fékk tæplega maklega málagjöld, sat smátíma í fangelsi og var þá sleppt. Eftir það gaf hann út bók með endurminningum og var vinsæll gestur í spjallþáttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Áhugi íslendinga á enska boltanum heldur heilu flugfélögunum gangandi. Maður fer fram og til baka til Lundúna og það er enginn í vélinni nema fótboltabullur - jú og erlendir verkamenn. Hvert sem maður fer á Íslandi er talað um Púlara - þeir fussa og sveia ef þeir heyra að maður sé United maður. Þetta er komið í staðinn fyrir ég veit ekki hvað... einu sinni höfðum við rímnastaglið - já, þetta er mikið stagl og engin leið að halda fram að almennur fótboltaleikur sé miklu skemmtilegri en rímnalestur. Maður getur samt glaðst yfir því að margir karlmenn gætu verið að gera eitthvað miklu verra en að horfa á þessa tilbreytingarsnauðu íþrótt þar sem ekkert gerist tímunum saman og leikir vinnast yfirleitt ekki nema með einu marki. Rómverjar stunduðu skylmingaleiki þar sem fólk var höggvið í spað og rifið í tætlur af óðum villidýrum. Það var verra. Nú ætla íslenskir athafnamenn að fara að kaupa fótboltafélag aftur. Það er vel skiljanlegt miðað við áhugann. Fótboltinn er að sumu leyti kominn í staðinn fyrir laxinn, bankarnir hérna eiga stúkur á leikvöngum í Englandi og bjóða þangað vildarvinum sínum. Verst að Eiður er farinn frá Chelski. Nú er þetta aðeins stærra í sniðum en Stoke-ævintýrið. West Ham er þó í efstu deild - þótt yfirleitt sé það nær botninum en toppnum. Ég hef einu sinni komið í hverfið þar sem West Ham er og séð leikvöllinn tilsýndar. Allt þarna er heldur óhrjálegt, því þótt liðið sé kennt við vestur er það í rauninni í austri - í gamla East End. Þar mun liðið hafa verið upprunalega stofnað fyrir meira en hundrað árum til að halda öreigalýðnum í hverfinu frá drykkjuskap. --- --- --- Prófkjörsauglýsingar með löngum listum stuðningsmanna eru farnar að verða dálítið útjaskaðar. Ótal auglýsingar af þessu tagi mátti finna í blöðum í dag. Ég er eiginlega hættur að skoða þær. Tek þó eftir - og finnst dálítið fyndið - í hversu miklum mæli sama fólkið er að lýsa yfir stuðningi við frambjóðendur. Hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum þykir greinilega algjörlega ófært að bjóða sig fram nema maður hafi stuðning Ólafs G. Einarssonar, Jónmundar Guðmarssonar og Ásdísar Höllu Bragadóttur. Þau eru heldur ekki nísk á stuðning sinn. Og svo eru Þorgerður Katrín og Bjarni Ben eins og útspýtt hundskinn að mæta á kaffi- og rabbfundi á allar kosningaskrifstofur. --- --- --- Ísbirnir á norðurslóðum þykja háskalegur matur vegna eiturefna sem setjast að í þeim, svokallaðra þrávirkra lífrænna efna, PCB, DDT og fleiri efna. Skýringin er sú að þetta eitur safnast fyrir í norðrinu, ísbirnirnir lifa lengi og eru efst í fæðukeðjunni. Þar er magn þessara efna mest. Þeir éta seli sem eru líka mengaðir af þessum efnum. Hvað þá með hvali sem líka tróna efst í fæðukeðjunni - er hugsanlegt að þeir séu líka mengaðir af þessum óþverra? Kann að vera - og nú tek ég fram að ég er fúx í líffræði - að ekki sé hollt fyrir þjóðina að éta allt hvalkjötið sem tekst ekki að selja til útlanda. Enda langreyðarnar hans Kristjáns kannski á haugunum? ---- --- --- Marcus Wolf er dáinn. Hann var njósnameistarinn sem sagt var að John Le Carré hefði byggt á sögupersónuna Karla, helsta andstæðing Georges Smiley í frægum skáldsögum. Wolf var svo dularfullur að á Vesturlöndum vissu menn ekki hvernig hann leit út fyrr en árið 1978. En starfs hans sáu víða merki; það var eins og blautur draumur greiningardeildarmanns. Ásamt Erich Mielke trónaði Wolf á toppnum í næstum hundrað þúsund manna lögregluliði Stasi, í ríki þar sem var sagt að fjórði hver maður væri uppljóstrari. Wolf sá einkum um njósnir á Vesturlöndum, en frægasti útsendari hans var Günther Guillaume sem var helsti ráðgjafi Willys Brandt og varð þess valdandi að jafnaðarmannaleiðtoginn þurfti að segja af sér 1974. Wolf þótti fjarskalega laglegur maður og stórgáfaður. Hann eyddi lífi sínu hins vegar í þjónustu vonds málstaðar, austur-þýska herbúðasósíalismans. Að sumu leyti voru honum búin þessi örlög. Foreldrar hans voru kommúnistar af gyðingaættum sem flúðu til Sovétríkjanna þegar Hitler komst til valda og þar ólst Wolf upp. Hann fékk tæplega maklega málagjöld, sat smátíma í fangelsi og var þá sleppt. Eftir það gaf hann út bók með endurminningum og var vinsæll gestur í spjallþáttum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun