Innlent

Telur gagnrýni lífeyrissjóðs byggða á misskilningi

MYND/GVA

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri telur að gagnrýni lífeyrissjóðs Reykjavíkurborgar þess efnis að söluandvirði hluta borgarinnar í Landsvirkjun sé ofmetið um á fjórða milljarð króna sé misskilningi byggð.

Gagnrýni lífeyrissjóðsins er tilkomin vegna þess að söluandvirðinu er að stærstum hluta ráðstafað til lækkunar á skuldum lífeyrissjóðsins. Sjóðurinn fær skuldabréf frá ríkinu sem greiðslu og ber það breytilega vexti. Lífeyrissjóðurinn telur að meta verði verðmæti bréfsins með því að gera ráð fyrir lækkun vaxta á næstu árum í varúðarskyni.

Í yfirlýsingu frá borgarstjóra er bent á að nýverið hafi reglum um núvirðingu bréfa af þessu tagi verið breytt. Fullyrðingar lífeyrissjóðsins um afföll af skuldabréfinu eigi því ekki við og byggist gagnrýnin því á misskilningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×