Innlent

Ásta Ragnheiður í sjötta og Steinunn í áttunda

Mikil tíðindi hafa orðið samkvæmt öðrum tölum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ásta Ragnheiður Jóhannessdóttir er komin í sjötta sætið og Steinun Valdís Óskarsdóttir í áttunda sætið en Kristrún Heimisdóttir í níunda sæti en var samkvæmt fyrstu tölum í sjötta.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa hlotið örugga kosningu í fyrsta sætið í prófkjörinu þegar 3000 atkvæði af um 4800 hafa verið talin. Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja. Varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson er fjórði, Helgi Hjörvar fimmti or Mörður Árnason sjöundi. Kristrún Heimisdóttir er níunda og Valgerður Bjarnadóttir tíunda. Hins vegar virðist Guðrún Ögmundsdóttir þingkona á útleið.

Atkvæði skiptasta annars svona:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2187 atkv. í fyrsta sæti

Össur Skarphéðinssson 1855 atkv. í 1.- 2. sæti

Jóhanna Sigurðardóttir 1620 atkv. í 1.-3. sæti

Ágúst Ólafur Ágústsson 1165 atkv. í 1.-4. sæti

Helgi Hjörvar 1363 atkv. í 1.-5. sæti

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 1146 atkv. í 1.-6. sæti

Mörður Árnason 1404 atkv. í 1.-7. sæti

Steinunn Valdís Óskarsdóttir 1602 atkv. í 1.-8. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×