Innlent

Ragnheiður Ríkharðsdóttir dotttin niður í sjötta sæti

MYND/NFS

Staðan í sætum 4-6 er fljót að breytast í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi því nú er Jón Gunnarsson einn í fjórða sæti, Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ er komin niður í sjötta sæti, en hún var í fjórða sæti eftir fyrstu tölur. Búið er að telja 4300 atkvæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdótti, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, er sem fyrr í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Listinn raðast annars þannig:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 3542 atkvæði (í 1. sæti)

2. Bjarni Benediktsson 3831 atkvæði (í 1.-2. sæti)

3. Ármann Kr. Ólafsson 1794 atkvæði (í 1.-3. sæti)

4. Jón Gunnarsson 1705 atkvæði (í 1.-4. sæti)

5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 2357  atkvæði (í 1.-5. sæti)

6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 2245 atkvæði (í 1.-6. sæti)

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fimm þingmenn í kjördæminu og því hlýtur sjötta sætið að teljast baráttusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×