Innlent

Steinunn Valdís tryggir sér áttunda sætið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. MYND/Hörður Sveinsson

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, virðist hafa tryggt sér áttunda sætið á lista Samfylkingarinnar, en búið er að telja 4538 atkvæði af 4842. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er í sjötta sæti eins og þegar síðustu tölur voru birtar en Guðrún Ögmundsdóttir er á leið út af þingi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hlaut örugga kosningu í fyrsta sætið, Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja.

Varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson er fjórði, Helgi Hjörvar fimmti og Mörður Árnason sjöundi. Kristrún Heimisdóttir, sem samkvæmt fyrstu tölum var í sjötta sæti, endar í því níunda og Valgerður Bjarnadóttir tíunda.

Fjórar konur og fjórir karlar skipa átta efstu sætin á lista Samfylkingarinnar en flokkurinn hefur einmitt átta sæti á þingi nú. Tryggi flokkurinn sér jafnmarga þingmenn í vor verður einn nýliði í hópnum, Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Atkvæði hafa annars fallið þannig:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 3138 atkv. í fyrsta sæti

Össur Skarphéðinssson 2705 atkv. í 1.- 2. sæti

Jóhanna Sigurðardóttir 2359 atkv. í 1.-3. sæti

Ágúst Ólafur Ágústsson 1712 atkv. í 1.-4. sæti

Helgi Hjörvar 2009 atkv. í 1.-5. sæti

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 1781 atkv. í 1.-6. sæti

Mörður Árnason 2043 atkv. í 1.-7. sæti

Steinunn Valdís Óskarsdóttir 2340 atkv. í 1.-8. sæti

Kristrún Heimisdóttir 2079 atkv. í 1.-9. sæti

Valgerður Bjarnadóttir 2236 atkv. í 1.-10. sæti

Aðeins munar 30 atkvæðum á Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Merði Árnasyni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×