„Þetta er sterkur listi sem er að koma þarna og jafnræði milli kynja," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir að fyrstu tölur í prófkjöri flokksins í Reykjavík höfðu verið tilkynntar. „En ég vissi svo sem alltaf að það yrði sterkur listi vegna þess að allir frambjóðendur voru öflugir og góðir og mikið jafnræði með þeim. Þannig að það var óhjákvæmilegt að við fengjum sterkan lista," sagði hún enn fremur.
Sterkur listi með öflugum frambjóðendum
