Innlent

Árnarnir tveir í efstu sætunum - Guðjón og Gunnar á leið út

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti eftir að 1800 af um fimm þúsund atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi höfðu verið talin nú klukkan 22. Í öðru sæti er Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Gunnar Örlygsson þingmaður er ekki meðal sex efstu og heldur ekki Guðjón Hjörleifsson.

Atkvæði skiptast annars svona:

Árni Mathiesen 994 atkvæði í 1. sæti

Árni Johnsen 668 atkvæði í 1.-2. sæti

Kjartan Ólafsson 684 atkvæði í 1.-3. sæti

Drífa Hjartardóttir 575 atkvæði í 1.-4. sæti

Unnur Brá Konráðsdóttir 903 atkvæði í 1.-5. sæti

Björk Guðjónsdóttir 1062 atkvæði í 1.-6. sæti

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þrjá þingmenn í kjördæminu en eins og staðan er nú er virðast Kjartan Ólafsson og Drífa Hjartardóttir vera nálægt því að tryggja sér áframhaldandi setu á þingi. Árni Mathiesen var áður í Suðvesturkjördæmi og sömuleiðis Gunnar Örlygsson. Kristján Pálsson, sem var með sérframboð í síðustu þingkosningum, er heldur ekki meðal sex efstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×