Innlent

Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sæti

MYND/Heiða

Röð manna í sætum fjögur til sex í Suðvesturkjördæmi hefur enn einu sinni breyst og nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sætið, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5400 atkvæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdótti, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, er sem fyrr örugg í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti og Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

 



1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 4388 atkvæði (í 1. sæti)

2. Bjarni Benediktsson 4792 atkvæði (í 1.-2. sæti)

3. Ármann Kr. Ólafsson 2246 atkvæði (í 1.-3. sæti)

4. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 2133 atkvæði (í 1.-4. sæti)

5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 2945 atkvæði (í 1.-5. sæti)

6. Jón Gunnarsson 3460 atkvæði (í 1.-6. sæti)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×