Maliki boðar uppstokkun á stjórninni 12. nóvember 2006 19:00 MYND/AP Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira