Lögreglumanni á Akureyri hótað lífláti 14. nóvember 2006 21:57 Lögreglumenn að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr myndasafni. MYND/Haraldur "Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni. Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
"Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum