Bílaumboð eiga ekki að hvetja til utanvegaaksturs 14. nóvember 2006 22:13 Á myndinni er verið að reynsluaka Nissan jeppa. Myndin er úr myndasafni. MYND/Þorvaldur Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Ákveðin auglýsing Nissan-umboðsins hefur vakið athygli margra, ekki eingöngu af því hún er tekin upp í íslenskri náttúru, heldur vegna þess að hún er í verulegri mótsögn við átak umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri undanfarna mánuði. Framkvæmdarstjóri Landverndar segir auglýsinguna gefa skýr skilaboð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir skilaboðin vera sú að þessir bílar geti greinilega farið um allt, á vegum jafnt sem utan vega. Hann segir þetta ekki góð skilaboð og sérstaklega í ljósi þess að 4x4 og önnur samtök ökutækja og ökumanna séu að berjast gegn þessu. Hann segir það fólk upp til hópa ekki vilja þennan utanvegaakstur en að vitanlega séu svartir sauðir innan um og það sé helst að þessi skilaboð virki mjög hvetjandi á þá og hugsanlega einnig yngri ökumenn. Sagðist hann jafnframt vonast til þess að þessi umfjöllun yrði til þess að bílaumboðin sjái sóma sinn í því að taka þessar auglýsingar af markaðnum. Nýverið gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð þar sem sú meginregla er áréttuð að óheimilt sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Bergur segir hins vegar að reglur um utanvegaakstur mætti vera skýrari. "Það er ekki alveg skýrt hvað má og hvað má ekki een það er alveg skýrt að það má ekki aka þar sem menn valda náttúruspjöllum". Þess má geta að forstjóri Nissan-umboðsins svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal vegna þessa máls. Fréttir Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Ákveðin auglýsing Nissan-umboðsins hefur vakið athygli margra, ekki eingöngu af því hún er tekin upp í íslenskri náttúru, heldur vegna þess að hún er í verulegri mótsögn við átak umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri undanfarna mánuði. Framkvæmdarstjóri Landverndar segir auglýsinguna gefa skýr skilaboð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir skilaboðin vera sú að þessir bílar geti greinilega farið um allt, á vegum jafnt sem utan vega. Hann segir þetta ekki góð skilaboð og sérstaklega í ljósi þess að 4x4 og önnur samtök ökutækja og ökumanna séu að berjast gegn þessu. Hann segir það fólk upp til hópa ekki vilja þennan utanvegaakstur en að vitanlega séu svartir sauðir innan um og það sé helst að þessi skilaboð virki mjög hvetjandi á þá og hugsanlega einnig yngri ökumenn. Sagðist hann jafnframt vonast til þess að þessi umfjöllun yrði til þess að bílaumboðin sjái sóma sinn í því að taka þessar auglýsingar af markaðnum. Nýverið gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð þar sem sú meginregla er áréttuð að óheimilt sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Bergur segir hins vegar að reglur um utanvegaakstur mætti vera skýrari. "Það er ekki alveg skýrt hvað má og hvað má ekki een það er alveg skýrt að það má ekki aka þar sem menn valda náttúruspjöllum". Þess má geta að forstjóri Nissan-umboðsins svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal vegna þessa máls.
Fréttir Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira