Líknarsamtök fá 20% af sölu 15. nóvember 2006 18:52 Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira