Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir 15. nóvember 2006 21:25 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Daníel Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent