Runólfur segir upp störfum á Bifröst 16. nóvember 2006 13:36 Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða. Runólfur segir starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Um sjötíu prósent nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýstu í gær yfir stuðningi við Runólf. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur innan skólans með störf rektors. Rektor hefur verið sakaður um meint embættisafglöp, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor, tekur tímabundið við starfi rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn. Yfirlýsing Runólfs í heild sinni: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skólahaldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vinum og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings háskólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Á fjölmennum fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfsfólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð." Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða. Runólfur segir starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Um sjötíu prósent nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýstu í gær yfir stuðningi við Runólf. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur innan skólans með störf rektors. Rektor hefur verið sakaður um meint embættisafglöp, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor, tekur tímabundið við starfi rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn. Yfirlýsing Runólfs í heild sinni: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skólahaldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vinum og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings háskólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Á fjölmennum fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfsfólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð."
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira