Talning atkvæða í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er nú hafin. Atkvæði voru greidd með pósti og kusu alls 1.666 manns af 2522 sem voru á kjörskrá, eða um 66,6%. Búist er við fyrstu tölum eftir stutta stund eða nú klukkan tíu í kvöld.
Fyrstu tölur væntanlegar í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
