Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta 19. nóvember 2006 18:02 Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál." Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál."
Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira