Snæfell komst upp í 2. sæti Iceland Express-deildar karla í kvöld með því að sigra Tindastól með sannfærandi hætti á heimavelli sínum í kvöld, 108-85.
Snæfell er með 14 stig, rétt eins og topplið KR, en með lakara stigaskor. Gríðarleg spenna er í efstu deild karla en tvö lið koma með 12 stig og önnur tvo með 10 stig. Snæfell hefur unnið sjö leiki á tímabilinu en tapað tveimur.