Innlent

Störfum vegna hugbúnaðargerðar hjá ríkinu fjölgar um nærri 15 prósent

MYND/Pjetur

Stöðugildum vegna hugbúnaðargerðar innan ríkisstofnana hefur fjölgað um nærri fimmtán prósent á tveimur árum samkvæmt könnun sem ráðgjafafyrirtækið Intellecta gerði fyrir Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.

Könnunin snerist um umfang upplýsingatækni innan stofnana ríkisins og leiddi hún í ljós að 330 stöðugildi tengd hugbúnaðargerð og rekstrarþjónustu eru innan ríkisstofnana. Þá er fjárfesting vegna kaupa á upplýsingatækni árið 2006 um 2,4 milljarðar, 1,5 milljarðar í hugbúnaðargerð og um 900 milljónir í rekstrarþjónustu.

Könnunin, sem birt er á vef Samtaka iðnaðarins og iðnaðarráðuneytisins, sýnir enn fremur meirihluti ríkisstofnana telur hentugra að úthýsa hugbúnaðargerð en hafa hana innanhúss en hins vegar vilja fleiri frekar hafa rekstrarþjónustu innanhúss en úthýsa henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×