Suðurnesjaliðin unnu leiki sína

Grannliðin Grindavík og Keflavík lögðu andstæðinga sína nokkuð örugglega í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík lagði Breiðablik 88-67 þar sem Tamara Bowie skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Grindavík en Tiara Harris skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Blika. Keflavík lagði ÍS 91-67 þar sem TaKesha Watson hjá Keflavík fékk þungt höfuðhögg og var flutt á sjúkrahús með heilahristing og brotnar tennur.