Nærri 78 milljóna króna skaðabætur fyrir samráð 13. desember 2006 15:01 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira