Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ 14. desember 2006 13:55 MYND/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta. Samráð olíufélaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta.
Samráð olíufélaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira