Fjalakötturinn endurvakinn 18. desember 2006 21:28 Ég les í blaði að Hrönn Marinósdóttir ætli að fara að stofna kvikmyndaklúbb - vilji endurvekja nafnið Fjalaköttinn sem Friðrik Þór Friðriksson notaði á kvikmyndaklúbb sem starfaði í Tjarnarbíói á árunum 1975 til 1980. Ég segi bara eins Mogginn á hátíðarstund - það væri fagnaðarefni. Ég var fastagestur í kvikmyndaklúbbnum hjá Frikka. Þarna fékk maður alvöru kvikmyndauppeldi. Dagskráin var afar metnaðarfull; klúbbnum fór ekki að hnigna fyrr en nýjir stjórnendur reyndu að "létta" hana með allskyns tónlistarmyndum - sérstaklega myndum sem fjölluðu um pönk. En á blómatímanum sá maður þarna myndir eftir Bergman, Bunuel, Godard, Fellini, Welles, Eisenstein, Kurosawa og slíka meistara. Maður býr að þessu allt lífið. Svona myndir á maður helst að sjá á unglingsárum, meðan maður hefur ennþá þolinmæði og hrifnæmið er í lagi. Það koma aldrei til greina að ganga út af sýningum í Fjalakettinum, alveg sama hvað myndirnar voru leiðinlegar (því það voru þær vissulega sumar) eða myndgæðin léleg. Það var metnaðarmál að sitja alveg til enda. Bekkirnir í bíóinu voru harðir, stundum var funheitt þar inni og stundum skítkalt - ég er ekki viss um að ég hefði sama þolið núna. Leiðinlegasta myndin held ég að hafi verið ræma frá Íran þar sem maður horfði á skepnur deyja mjög hægum dauða í miklum þurrki. Minnir að myndin hafi verið þrír tímar. Eða var hún kannski frá Súdan? Hún var allavega mjög niðurdrepandi. En allt var þetta semsagt mjög þroskandi. Ég á þá ósk fyrir hönd svona klúbbs að hann leggi rækt við að sýna klassískar myndir, kafi ofan í kvikmyndasöguna, setji upp vandaðar dagskrár með myndum eftir stórmeistara og brautryðjendur greinarinnar, frá þeim tíma þegar kvikmyndir höfðu status sem list en ekki bara iðnaður - en ekki bara nýlegar költmyndir eða eitthvað sem þykir sniðugt. --- --- --- Sumt er náttúrlega hægt að finna á mynddiskum. Í HMV búðinni á Oxford Street í London er stórkostlegt úrval af diskum. Um daginn keypti ég þar safn með kvikmyndum eftir meistara ítalska nýraunsæisins. Þetta er stefna sem var við lýði á gullöld ítalskrar kvikmyndagerðar, stuttu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þarna eru myndir eins og Reiðhjólaþjófarnir, Umberto D og Kraftaverkið í Mílanó eftir Vittorio de Sica, Róm, opin borg eftir Rosselini og I Vitelloni eftir Fellini. Þetta eru frábærar kvikmyndir. Stíllinn ótrúlega hreinn og tær, myndmálið einfalt en kröftugt. Það sem skín í gegn er húmanismi þessara leikstjóra, samlíðan þeirra með lítilmagnanum. Ég horfði tvisvar á Kraftaverkið í Mílanó. Upphafsatriði myndarinnar þegar drengsnáði gengur einn á eftir líkvagni dregnum af hesti um auðar borgargötur er eitt það stórkostlegasta sem ég hef séð - greipir sig inn í vitund manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Ég les í blaði að Hrönn Marinósdóttir ætli að fara að stofna kvikmyndaklúbb - vilji endurvekja nafnið Fjalaköttinn sem Friðrik Þór Friðriksson notaði á kvikmyndaklúbb sem starfaði í Tjarnarbíói á árunum 1975 til 1980. Ég segi bara eins Mogginn á hátíðarstund - það væri fagnaðarefni. Ég var fastagestur í kvikmyndaklúbbnum hjá Frikka. Þarna fékk maður alvöru kvikmyndauppeldi. Dagskráin var afar metnaðarfull; klúbbnum fór ekki að hnigna fyrr en nýjir stjórnendur reyndu að "létta" hana með allskyns tónlistarmyndum - sérstaklega myndum sem fjölluðu um pönk. En á blómatímanum sá maður þarna myndir eftir Bergman, Bunuel, Godard, Fellini, Welles, Eisenstein, Kurosawa og slíka meistara. Maður býr að þessu allt lífið. Svona myndir á maður helst að sjá á unglingsárum, meðan maður hefur ennþá þolinmæði og hrifnæmið er í lagi. Það koma aldrei til greina að ganga út af sýningum í Fjalakettinum, alveg sama hvað myndirnar voru leiðinlegar (því það voru þær vissulega sumar) eða myndgæðin léleg. Það var metnaðarmál að sitja alveg til enda. Bekkirnir í bíóinu voru harðir, stundum var funheitt þar inni og stundum skítkalt - ég er ekki viss um að ég hefði sama þolið núna. Leiðinlegasta myndin held ég að hafi verið ræma frá Íran þar sem maður horfði á skepnur deyja mjög hægum dauða í miklum þurrki. Minnir að myndin hafi verið þrír tímar. Eða var hún kannski frá Súdan? Hún var allavega mjög niðurdrepandi. En allt var þetta semsagt mjög þroskandi. Ég á þá ósk fyrir hönd svona klúbbs að hann leggi rækt við að sýna klassískar myndir, kafi ofan í kvikmyndasöguna, setji upp vandaðar dagskrár með myndum eftir stórmeistara og brautryðjendur greinarinnar, frá þeim tíma þegar kvikmyndir höfðu status sem list en ekki bara iðnaður - en ekki bara nýlegar költmyndir eða eitthvað sem þykir sniðugt. --- --- --- Sumt er náttúrlega hægt að finna á mynddiskum. Í HMV búðinni á Oxford Street í London er stórkostlegt úrval af diskum. Um daginn keypti ég þar safn með kvikmyndum eftir meistara ítalska nýraunsæisins. Þetta er stefna sem var við lýði á gullöld ítalskrar kvikmyndagerðar, stuttu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þarna eru myndir eins og Reiðhjólaþjófarnir, Umberto D og Kraftaverkið í Mílanó eftir Vittorio de Sica, Róm, opin borg eftir Rosselini og I Vitelloni eftir Fellini. Þetta eru frábærar kvikmyndir. Stíllinn ótrúlega hreinn og tær, myndmálið einfalt en kröftugt. Það sem skín í gegn er húmanismi þessara leikstjóra, samlíðan þeirra með lítilmagnanum. Ég horfði tvisvar á Kraftaverkið í Mílanó. Upphafsatriði myndarinnar þegar drengsnáði gengur einn á eftir líkvagni dregnum af hesti um auðar borgargötur er eitt það stórkostlegasta sem ég hef séð - greipir sig inn í vitund manns.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun