Wie fer í háskóla 22. desember 2006 21:00 Wie þykir skærasta stjarnan í kvennagolfinu um þessar mundir. MYND/Getty Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið. Hin 17 ára gamla Wie, ein sú allra fremsta í sínu fagi, segir að það hafi ávallt verið draumur sinn að komast í Stanford. "Nú hefur þessi draumur ræst og ég ætla mér að útskrifast sem fyrst." Frá 12 ára aldri hefur Wie stundað golf af fullum krafti með námi og hefur hún opinberlega kvartað undan álaginu sem fylgir því. Margir bjuggust þess vegna við því að hún myndi einbeita sér að golfinu eftir að menntaskólanum lýkur. Wie virðist hins vegar reiðubúin að eyða nokkrum árum til viðbótar undir slíku álagi - því hún kveðst ekki ætla að slaka neitt á kylfunum. Golf Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið. Hin 17 ára gamla Wie, ein sú allra fremsta í sínu fagi, segir að það hafi ávallt verið draumur sinn að komast í Stanford. "Nú hefur þessi draumur ræst og ég ætla mér að útskrifast sem fyrst." Frá 12 ára aldri hefur Wie stundað golf af fullum krafti með námi og hefur hún opinberlega kvartað undan álaginu sem fylgir því. Margir bjuggust þess vegna við því að hún myndi einbeita sér að golfinu eftir að menntaskólanum lýkur. Wie virðist hins vegar reiðubúin að eyða nokkrum árum til viðbótar undir slíku álagi - því hún kveðst ekki ætla að slaka neitt á kylfunum.
Golf Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira