Wie fer í háskóla 22. desember 2006 21:00 Wie þykir skærasta stjarnan í kvennagolfinu um þessar mundir. MYND/Getty Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið. Hin 17 ára gamla Wie, ein sú allra fremsta í sínu fagi, segir að það hafi ávallt verið draumur sinn að komast í Stanford. "Nú hefur þessi draumur ræst og ég ætla mér að útskrifast sem fyrst." Frá 12 ára aldri hefur Wie stundað golf af fullum krafti með námi og hefur hún opinberlega kvartað undan álaginu sem fylgir því. Margir bjuggust þess vegna við því að hún myndi einbeita sér að golfinu eftir að menntaskólanum lýkur. Wie virðist hins vegar reiðubúin að eyða nokkrum árum til viðbótar undir slíku álagi - því hún kveðst ekki ætla að slaka neitt á kylfunum. Golf Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið. Hin 17 ára gamla Wie, ein sú allra fremsta í sínu fagi, segir að það hafi ávallt verið draumur sinn að komast í Stanford. "Nú hefur þessi draumur ræst og ég ætla mér að útskrifast sem fyrst." Frá 12 ára aldri hefur Wie stundað golf af fullum krafti með námi og hefur hún opinberlega kvartað undan álaginu sem fylgir því. Margir bjuggust þess vegna við því að hún myndi einbeita sér að golfinu eftir að menntaskólanum lýkur. Wie virðist hins vegar reiðubúin að eyða nokkrum árum til viðbótar undir slíku álagi - því hún kveðst ekki ætla að slaka neitt á kylfunum.
Golf Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira