Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra 25. desember 2006 13:45 Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra." Erlent Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra."
Erlent Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira