Erlent

Drottningin vill brúa kynslóðabilið

Drottningin sést hér fyrir utan Sandringhamsetrið í dag.
Drottningin sést hér fyrir utan Sandringhamsetrið í dag. MYND/AP

Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða.

Hún sagði einnig að mismunandi trúr ættu það sameiginlegt að þær þyrftu að ala upp ungviði sitt og kenna því að bera virðungu fyrir sér eldra fólki og þannig reyna að loka kynslóðabilinu. Drottningin og aðrir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar sóttu jóladagsmessu í kirkju heilagrar Maríu Magðalenu á Sandringhamsetrinu í austurhluta Englands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×