Erlent

Búdda snúinn aftur?

Stytta af Búdda.
Stytta af Búdda. MYND/Vísir

Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum.

Þorpsbúar í afskekktu héraði sögðust hafa séð hann vafra um skóga og blaðamaður á staðnum fór og talaði við hann. Drengurinn svaraði þá að hann hefði verið í skóginum síðan hann hvarf og að hann muni vera þar sex ár til viðbótar. Drengurinn vakti heimsathygli fyrr á árinu þegar fullyrt var að hann átti hafa verið í hugleiðslu, án matar og vatns, í næstum tíu mánuði. Þá lögðu tugir þúsunda leið sína í rjóðrið sem hann íhugaði í og sumir hverjir hneigðu sig fyrir honum og vottuðu honum virðingu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×