Erlent

Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi

Þúsundir sóttu jarðarför Niyazov í heimabæ hans.
Þúsundir sóttu jarðarför Niyazov í heimabæ hans. MYND/AP

Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi.

Hugsanlegt er að settur forseti, Kurbanguly Berdymukhamedov, reyni að breyta stjórnarskrá svo hann geti boðið sig fram en samkvæmt núverandi stjórnarskrá er það bannað.

Stjórnarandstaðan hefur einsett sér að skipa einn sameiginlegan andstæðing og hafa heitið því að berjast gegn hverjum þeim frambjóðanda sem ætlar sér ekki að gera lýðræðislegar umbætur í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×