Erlent

Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar

Leiðslurnar sem um er deilt.
Leiðslurnar sem um er deilt. MYND/AP

Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær.

Deilan hefur verið að stigmagnast undanfarna daga og ásakanir og hótanir gengið á báða bóga. Gazprom vill hækka verðið um heil 134% og hefur Evrópusambandið sagt að það fylgist náið með þróun mála.

Forsætisráðherra Hvíta-Rússlands sagði samkomulag hefði næstum náðst um verðið en þrætueplið væri dreifikerfi landsins en Rússar vilja eignast helminginn af því kerfi. Það sér um dreifingu til Póllands og Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×