Þrjár milljónir múslima til Mekka 29. desember 2006 19:16 Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira