Menning

Hlotnast heiður

Njörður P. Njarðvík
Njörður P. Njarðvík

Njörður P. Njarðvík prófessor hlaut á dögunum menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður árið 1995 í kjölfar gjafar sænsku ríkisstjórnarinnar til Íslendinga á fimmtíu ára lýðveldisári.

Menningarsjóðurinn var stofnaður skömmu síðar og hafa verið veitt verðlaun úr honum næstum annað hvert ár síðan.

Í umsögn styrknefndarinnar er þess getið að Njörður hafi lagt mikið af mörkum til menningarsamskipta Íslands og Svíþjóðar, meðal annars verið mikilvirkur þýðandi sænskra og Finnlands-sænskra ljóða. Ennfremur var Njörður lektor í íslensku við Gautaborgarháskóla 1966–71 og gegndi þá jafnframt formennsku í samtökum erlendra lektora í Svíþjóð og sat í stjórn félags háskólakennara þar.

Samtímis sinnti hann kennsluskyldu við háskólann í Lundi. Hann var formaður Sænsk-íslenska félagsins á Íslandi 1971–75. Árið 2000 hlaut hann verðlaun Sænsku akademíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.