Eignarnámstvímæli 10. janúar 2007 05:00 Nýlega veittu samtök ungra sjálfstæðismanna rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni frelsisskjöld Kjartans Gunnarssonar fyrir þá skuld að hafa beitt hugmyndafræði frjálshyggju í þágu náttúruverndar. Rétt er að stór hluti bókar verðlaunahafans, Draumalandið, á dýpri rætur í frjálslyndi en stjórnlyndi. Engum lesanda lagasafnsins getur dulist að allt regluverk stórvirkjana og stóriðju hefur í nokkrum mæli byggst á stjórnlyndri hugmyndafræði. Hluta þeirra miklu og hörðu árekstra sem orðið hafa milli náttúruverndar og auðlindanýtingar má vafalaust rekja til þessa regluverks. Að vísu er það svo að með raforkulögunum frá 2003 breyttist lagaumhverfið. Núverandi iðnaðarráðherra hefur haldið því fram að með þeirri lagabreytingu hafi það sem kallað hefur verið ríkisstóriðjustefna flust af borði ráðherra til fyrirtækja og sveitarfélaga er ráði þeim málum til lykta í frjálsum samningum. Svo mikil var breytingin 2003 að vísu ekki. Lagaumhverfið var ekki leyst úr öllum fjötrum stjórnlyndra viðhorfa. Í raforkulögum er til að mynda sjálfvirk heimilid ráðherra til þess að taka land og vatnsréttindi eignarnámi að kröfu virkjunaraðila. Nú stendur til að virkja neðri hluta Þjórsár. Stækkun álvers Alcans í Hafnarfirði eða önnur ný álver kalla á þá framkvæmd. Landsvirkjun hefur þegar samið um verð á raforkunni. Virkjunarleyfi hefur hins vegar ekki verið gefið út. Aukheldur hafa engir samningar verið gerðir við landeigendur og rétthafa orkunnar. Samkvæmt lögum og venju er litið á þetta tvennt sem eins konar opinbera sjálfsafgreiðslu. Að vísu háttar svo til í þessu falli að fyrirtæki fjármálaráðherra, Landsvirkjun, semur við fjármálaráðherra um stóran hluta vatnsréttindanna. Annar hluti þeirra er hins vegar í einkaeigu. Hér vaknar þessi spurning: Samræmist eignarnámsheimildin eðlilegum kröfum um samninga á frjálsum grundvelli? Gott eitt er um það að segja að neðri hluti Þjórsár sé nýttur til orkuframleiðslu. En eiga rétthafarnir ekki að hafa sömu samningsstöðu og aðrir í frjálsum viðskiptum? Hví mega þeir samningar ekki stranda eða taka þann tíma sem þurfa þykir rétt eins og í venjulegum viðskiptum? En álitaefnin eru fleiri. Er ljóst að krafa stjórnarskrárinnar um almannaþörf sé fyrir hendi? Segja má að öll ný fyrirtæki séu í þágu almannahagsmuna. En er almannaþörfin í þessu tilviki svo miklu ríkari en varðandi aðra nýsköpun í atvinnurekstri að hún réttlæti opinbert inngrip í samninga með eignarnámi? Alþingi á að öðru jöfnu mat um það hvort almannaþörf til eignarnáms er fyrir hendi. Sumir vilja leyfa dómstólunum sjálfstætt mat þar um. Hvað sem því líður er gilt að spyrja: Getur Alþingi framselt til ráðherra mat á almannaþörf um eignarnám vegna viðskiptasamninga með svo almennum hætti og um svo ófyrirséða hagsmuni sem raforkulögin gera ráð fyrir? Fjármálaráðherra ræður hvort fyrirtæki hans óskar eftir eignarnámi. Iðnaðarráðherra ákveður hvort þeirri heimild verður beitt. Hvor um sig eða báðir saman geta þeir mælt fyrir um hvort stjórnlyndi eða frjálslyndi ræður för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Nýlega veittu samtök ungra sjálfstæðismanna rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni frelsisskjöld Kjartans Gunnarssonar fyrir þá skuld að hafa beitt hugmyndafræði frjálshyggju í þágu náttúruverndar. Rétt er að stór hluti bókar verðlaunahafans, Draumalandið, á dýpri rætur í frjálslyndi en stjórnlyndi. Engum lesanda lagasafnsins getur dulist að allt regluverk stórvirkjana og stóriðju hefur í nokkrum mæli byggst á stjórnlyndri hugmyndafræði. Hluta þeirra miklu og hörðu árekstra sem orðið hafa milli náttúruverndar og auðlindanýtingar má vafalaust rekja til þessa regluverks. Að vísu er það svo að með raforkulögunum frá 2003 breyttist lagaumhverfið. Núverandi iðnaðarráðherra hefur haldið því fram að með þeirri lagabreytingu hafi það sem kallað hefur verið ríkisstóriðjustefna flust af borði ráðherra til fyrirtækja og sveitarfélaga er ráði þeim málum til lykta í frjálsum samningum. Svo mikil var breytingin 2003 að vísu ekki. Lagaumhverfið var ekki leyst úr öllum fjötrum stjórnlyndra viðhorfa. Í raforkulögum er til að mynda sjálfvirk heimilid ráðherra til þess að taka land og vatnsréttindi eignarnámi að kröfu virkjunaraðila. Nú stendur til að virkja neðri hluta Þjórsár. Stækkun álvers Alcans í Hafnarfirði eða önnur ný álver kalla á þá framkvæmd. Landsvirkjun hefur þegar samið um verð á raforkunni. Virkjunarleyfi hefur hins vegar ekki verið gefið út. Aukheldur hafa engir samningar verið gerðir við landeigendur og rétthafa orkunnar. Samkvæmt lögum og venju er litið á þetta tvennt sem eins konar opinbera sjálfsafgreiðslu. Að vísu háttar svo til í þessu falli að fyrirtæki fjármálaráðherra, Landsvirkjun, semur við fjármálaráðherra um stóran hluta vatnsréttindanna. Annar hluti þeirra er hins vegar í einkaeigu. Hér vaknar þessi spurning: Samræmist eignarnámsheimildin eðlilegum kröfum um samninga á frjálsum grundvelli? Gott eitt er um það að segja að neðri hluti Þjórsár sé nýttur til orkuframleiðslu. En eiga rétthafarnir ekki að hafa sömu samningsstöðu og aðrir í frjálsum viðskiptum? Hví mega þeir samningar ekki stranda eða taka þann tíma sem þurfa þykir rétt eins og í venjulegum viðskiptum? En álitaefnin eru fleiri. Er ljóst að krafa stjórnarskrárinnar um almannaþörf sé fyrir hendi? Segja má að öll ný fyrirtæki séu í þágu almannahagsmuna. En er almannaþörfin í þessu tilviki svo miklu ríkari en varðandi aðra nýsköpun í atvinnurekstri að hún réttlæti opinbert inngrip í samninga með eignarnámi? Alþingi á að öðru jöfnu mat um það hvort almannaþörf til eignarnáms er fyrir hendi. Sumir vilja leyfa dómstólunum sjálfstætt mat þar um. Hvað sem því líður er gilt að spyrja: Getur Alþingi framselt til ráðherra mat á almannaþörf um eignarnám vegna viðskiptasamninga með svo almennum hætti og um svo ófyrirséða hagsmuni sem raforkulögin gera ráð fyrir? Fjármálaráðherra ræður hvort fyrirtæki hans óskar eftir eignarnámi. Iðnaðarráðherra ákveður hvort þeirri heimild verður beitt. Hvor um sig eða báðir saman geta þeir mælt fyrir um hvort stjórnlyndi eða frjálslyndi ræður för.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun