Jarvis - þrjár stjörnur 10. janúar 2007 09:00 Fyrsta sólóplata Jarvis Cocker veldur engum vonbrigðum. Ekki láta spaugileg „90"s" kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist. Á þeim árum gátu líka kraftaverkin enn gerst í tónlistarbransanum. Þvengmjóir nördar með þykk gleraugu sem kunnu lítið að syngja og höfðu útlitið svo sannarlega ekki með sér gátu þá orðið poppstjörnur. Pulp var sönnun þess að ef þú gast samið sæmilega smeðjuleg popplög var nóg að vera orðheppinn og frumlegur til þess að slá í gegn. Gæti einhver eins og Jarvis Cocker orðið stjarna á nútíma poppmarkaði? Yrði honum ekki bara alltaf ýtt til hliðar af brjóstaskorum og vel snyrtum glaumgosum? Svo látin dúsa í skugga „önder-gránd"-stöðva, hvað sem það nú þýðir!? Það hefur nú ekki farið mikið fyrir Pulp síðustu ár, og því kannski ekkert undarlegt að við höfum ekki orðið mikið vör við útgáfu fyrstu sólóplötu forsprakkans skemmtilega. Það eru nú ekki margar stjörnur sem hafa þolinmæði til þess að bíða með útgáfu fyrstu sólóplötunnar til 43 ára aldurs, en Jarvis virðist ekkert hafa verið að flýta sér. Hann er stórkostlegur textahöfundur, þannig er það bara. Honum bregst heldur ekkert bogalistin á þessari plötu sinni. Textar á borð við I Will Kill Again, sem inniheldur afbragðs lýsingu á nútíma einverumanni, sýna vel að hann getur ennþá kreist upp fersk yrkisefni. Í öðru lagi heldur Jarvis því svo fram að spikfeit börn hafi rænt lífi hans. Við skulum vona að hann sé nú ekki að syngja um eigin afkvæmi. Tónlistin gæti þess vegna verið flutt af Pulp. Jarvis gerir engar tilraunir til þess að finna sér nýjan hljóðheim á sólóferlinum. Þar finnst mér hann gera svolítið lítið úr hljómsveitinni. Í þessu felst stærsti galli plötunnar. Vegna þess að lögin hljóma eins og Pulp, er ekkert annað hægt en að miða þau við þá sveit. Þá skynjar maður það fljótlega að nýju lögin eru hvergi jafn fersk og grípandi og þau gömlu voru, þó þau vinni vissulega á við ítrekaða hlustun. Eftir stendur að fyrsta sólóplata Jarvis hljómar örlítið eins og hún sé full af afgangslögum frá Pulp. Samt ótrúlega gott að heyra í kauða aftur. Heyr, heyr, lifi Jarvis. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ekki láta spaugileg „90"s" kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist. Á þeim árum gátu líka kraftaverkin enn gerst í tónlistarbransanum. Þvengmjóir nördar með þykk gleraugu sem kunnu lítið að syngja og höfðu útlitið svo sannarlega ekki með sér gátu þá orðið poppstjörnur. Pulp var sönnun þess að ef þú gast samið sæmilega smeðjuleg popplög var nóg að vera orðheppinn og frumlegur til þess að slá í gegn. Gæti einhver eins og Jarvis Cocker orðið stjarna á nútíma poppmarkaði? Yrði honum ekki bara alltaf ýtt til hliðar af brjóstaskorum og vel snyrtum glaumgosum? Svo látin dúsa í skugga „önder-gránd"-stöðva, hvað sem það nú þýðir!? Það hefur nú ekki farið mikið fyrir Pulp síðustu ár, og því kannski ekkert undarlegt að við höfum ekki orðið mikið vör við útgáfu fyrstu sólóplötu forsprakkans skemmtilega. Það eru nú ekki margar stjörnur sem hafa þolinmæði til þess að bíða með útgáfu fyrstu sólóplötunnar til 43 ára aldurs, en Jarvis virðist ekkert hafa verið að flýta sér. Hann er stórkostlegur textahöfundur, þannig er það bara. Honum bregst heldur ekkert bogalistin á þessari plötu sinni. Textar á borð við I Will Kill Again, sem inniheldur afbragðs lýsingu á nútíma einverumanni, sýna vel að hann getur ennþá kreist upp fersk yrkisefni. Í öðru lagi heldur Jarvis því svo fram að spikfeit börn hafi rænt lífi hans. Við skulum vona að hann sé nú ekki að syngja um eigin afkvæmi. Tónlistin gæti þess vegna verið flutt af Pulp. Jarvis gerir engar tilraunir til þess að finna sér nýjan hljóðheim á sólóferlinum. Þar finnst mér hann gera svolítið lítið úr hljómsveitinni. Í þessu felst stærsti galli plötunnar. Vegna þess að lögin hljóma eins og Pulp, er ekkert annað hægt en að miða þau við þá sveit. Þá skynjar maður það fljótlega að nýju lögin eru hvergi jafn fersk og grípandi og þau gömlu voru, þó þau vinni vissulega á við ítrekaða hlustun. Eftir stendur að fyrsta sólóplata Jarvis hljómar örlítið eins og hún sé full af afgangslögum frá Pulp. Samt ótrúlega gott að heyra í kauða aftur. Heyr, heyr, lifi Jarvis. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira