Menning

Sólarljóð í myndum

Myndin er tekin á vinnustofu Gísla Sigurðssonar. Frá vinstri: Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Gísli Sigurðsson og Jóna Sæmundsdóttir, formaður menningar- og safnanefndar.
Myndin er tekin á vinnustofu Gísla Sigurðssonar. Frá vinstri: Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Gísli Sigurðsson og Jóna Sæmundsdóttir, formaður menningar- og safnanefndar.

Listmálarinn, blaðamaðurinn, ritstjórinn og ferðabókahöfundurinn Gísli Sigurðsson hefur gefið Garðabæ, þar sem hann býr, myndröð eftir sjálfan sig sem gerð er eftir Sólarljóðum.

Verður opnuð sýning á gjöfinni í dag af Gunnari Einarssyni bæjarstjóra kl. 15 í félagsmiðstöðinni Garðabergi.

Myndröðin byggist á efni úr Sólarljóðum. Í Sólarljóðum segir höfundurinn frá dauða sínum og því þegar sólin hverfur honum og sortnar, en áfram heldur ferðin. Málverkaröðin var sýnd á einkasýningu Gísla Sigurðssonar á Kjarvalsstöðum árið 1986.

Þessi veglega gjöf Gísla verður til sýnis í félagsmiðstöðinni Garðabergi, Garðatorgi 7 (á hæðinni fyrir ofan bókasafnið), út janúar 2007.

Garðaberg er opið virka daga (nema þriðjudaga) frá kl. 12.30- 16.30 og allir eru velkomnir þar inn að skoða sýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.