Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi 12. janúar 2007 02:30 Bjartasta vonin Ferli Garðars eru gerð góð skil og miklar vonir bundnar við diskinn sem kemur út í byrjun febrúar. Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira