Nýárstónleikar Tríó Artis 13. janúar 2007 14:00 Árlegir nýárstónleikar Ljúf tónlist fyrir flautu, víólu og hörpu. MYND/Vilhelm Tríó Artis heldur árlega nýárstónleika sína í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á morgun sunnudag. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en á efnisskrá er jafnan ljúf tónlist fyrir flautu, víólu og hörpu. Í ár leikur tríóið verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Claude Debussy, Arnold Bax og François Devienne. Þess má geta að tríósónata Claude Debussy er fyrsta verkið sem skrifað var fyrir flautu, víólu og hörpu. Síðar hafa mörg tónskáld fetað í fótspor Debussys og einnig samið verk fyrir þessa hljóðfærasamsetningu sem þykir mjög sérstök en jafnframt falleg. Tríó Artis hefur gert það að hefð að flytja sónötu Debussy á hverju ári á nýárstónleikunum í Mosfellskirkju enda merkilegt verk sem vex við hverja hlustun. Tríó Artis var stofnað í Amsterdam árið 2001 en það skipa þau Kristjana Helgadóttir, flautuleikari, Þórarinn Már Baldursson, víóluleikari og Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur að þeim ókeypis. Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tríó Artis heldur árlega nýárstónleika sína í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á morgun sunnudag. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en á efnisskrá er jafnan ljúf tónlist fyrir flautu, víólu og hörpu. Í ár leikur tríóið verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Claude Debussy, Arnold Bax og François Devienne. Þess má geta að tríósónata Claude Debussy er fyrsta verkið sem skrifað var fyrir flautu, víólu og hörpu. Síðar hafa mörg tónskáld fetað í fótspor Debussys og einnig samið verk fyrir þessa hljóðfærasamsetningu sem þykir mjög sérstök en jafnframt falleg. Tríó Artis hefur gert það að hefð að flytja sónötu Debussy á hverju ári á nýárstónleikunum í Mosfellskirkju enda merkilegt verk sem vex við hverja hlustun. Tríó Artis var stofnað í Amsterdam árið 2001 en það skipa þau Kristjana Helgadóttir, flautuleikari, Þórarinn Már Baldursson, víóluleikari og Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur að þeim ókeypis.
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira