Close to Paradise - fjórar stjörnur 14. janúar 2007 14:00 Þegar hann heimsótti okkur á Airwaves hafði enginn hugmynd um hver hann var, en Patrick Watson er undrabarn og þessi nýja plata hans meistarastykki. Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda. Það þýðir engan veginn að platan sé eitthvað síðri en þær sem þar voru, heldur er magn útgefna titla á hverju ári bara orðið svo gífurlegt að jafnvel þau okkar sem kafa djúpt eftir nýrri tónlist neyðumst til að sætta okkur við að sjá aðeins topp ísjakans hvert ár. Þessi ungi maður, Patrick Watson, er frá Kanada og heimsótti okkur nú síðast á Iceland Airwaveshátíðina. Hann spilaði meira að segja með mér á tónleikum í 12 Tónum á föstudeginum, en samt náði ég einhvern veginn að missa algjörlega af honum. Alveg magnað hvað maður getur verið blindur fyrir umhverfi sínu þegar maður er með hausinn upp í eigin rassgati. Patrick Watson slógu í gegn á síðustu Airwaves-hátíð. Ímyndið ykkur bara að vísindamenn gætu blandað saman erfðarvísum þekktra tónlistarmanna og skapað nýjan einstakling með hæfileika allra hinna. Patrick, sem leikur á píanó og syngur, væri þá eðalblanda af Tom Waits, Isaac Brock úr Modest Mouse, Tori Amos og Jeff Buckley. Hann hefði erft lagasmíðahæfni Isaacs, putta Tori, næmni Waits fyrir ævintýralegum útsetningum og raddbönd Buckley. Já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru svakalegar samlíkingar, en pilturinn á inni fyrir þeim. Hann er þó ekkert í stöðugum raddfimleikum, eins og hinn tilfinninganæmi Buckley, en sýnir þó getu sína af og til eins og í laginu frábæra Luscious Life. Annað frábært lag á plötunni heitir The Storm, myndmál þess og útsetning er svo sterk að það er ómögulegt að hlusta á það án þess að bíósýningarvélin í hausnum fari af stað. Eins og oft vil verða með plötur snillinga, eru þær nokkuð þungur biti til þess kyngja í fyrstu. Þannig er þetta er vissulega þunglamaleg plata á köflum og ég get vel ímyndað mér að fjöldi fólks á eftir að gefast upp áður en platan getur haft teljandi áhrif á þá. Þetta er plata sem maður verður að tyggja svolítið vel áður en hægt er að renna henni niður í maga. Hér er of mikið af upplýsingum, og heilinn þarf einfaldlega tíma til þess að vinna almennilega úr þeim. En ef þið gefið þessu tíma, þá eignist þið plötu í safnið sem ykkur á eftir að þykja vænt um til æviloka, og jafnvel lengur. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda. Það þýðir engan veginn að platan sé eitthvað síðri en þær sem þar voru, heldur er magn útgefna titla á hverju ári bara orðið svo gífurlegt að jafnvel þau okkar sem kafa djúpt eftir nýrri tónlist neyðumst til að sætta okkur við að sjá aðeins topp ísjakans hvert ár. Þessi ungi maður, Patrick Watson, er frá Kanada og heimsótti okkur nú síðast á Iceland Airwaveshátíðina. Hann spilaði meira að segja með mér á tónleikum í 12 Tónum á föstudeginum, en samt náði ég einhvern veginn að missa algjörlega af honum. Alveg magnað hvað maður getur verið blindur fyrir umhverfi sínu þegar maður er með hausinn upp í eigin rassgati. Patrick Watson slógu í gegn á síðustu Airwaves-hátíð. Ímyndið ykkur bara að vísindamenn gætu blandað saman erfðarvísum þekktra tónlistarmanna og skapað nýjan einstakling með hæfileika allra hinna. Patrick, sem leikur á píanó og syngur, væri þá eðalblanda af Tom Waits, Isaac Brock úr Modest Mouse, Tori Amos og Jeff Buckley. Hann hefði erft lagasmíðahæfni Isaacs, putta Tori, næmni Waits fyrir ævintýralegum útsetningum og raddbönd Buckley. Já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru svakalegar samlíkingar, en pilturinn á inni fyrir þeim. Hann er þó ekkert í stöðugum raddfimleikum, eins og hinn tilfinninganæmi Buckley, en sýnir þó getu sína af og til eins og í laginu frábæra Luscious Life. Annað frábært lag á plötunni heitir The Storm, myndmál þess og útsetning er svo sterk að það er ómögulegt að hlusta á það án þess að bíósýningarvélin í hausnum fari af stað. Eins og oft vil verða með plötur snillinga, eru þær nokkuð þungur biti til þess kyngja í fyrstu. Þannig er þetta er vissulega þunglamaleg plata á köflum og ég get vel ímyndað mér að fjöldi fólks á eftir að gefast upp áður en platan getur haft teljandi áhrif á þá. Þetta er plata sem maður verður að tyggja svolítið vel áður en hægt er að renna henni niður í maga. Hér er of mikið af upplýsingum, og heilinn þarf einfaldlega tíma til þess að vinna almennilega úr þeim. En ef þið gefið þessu tíma, þá eignist þið plötu í safnið sem ykkur á eftir að þykja vænt um til æviloka, og jafnvel lengur. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira