Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision 15. janúar 2007 09:00 Snorri tapaði veðmáli og syngur því í undankeppni Eurovision. „Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is. Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is.
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira