Líkur á stjórnfestu minnka 24. janúar 2007 06:00 Margt bendir til að flokkakerfið sé að taka verulegum breytingum. Í áratugi hafði Framsóknarflokkurinn þá lykilstöðu að geta að öðru jöfnu valið hvort myndaðar voru ríkisstjórnir til vinstri eða hægri. Nýsköpunin og Viðreisnin voru undantekningar þar frá. Nú sýnist Samfylkingin vera að taka þetta rými á vettvangi stjórnmálaátakanna. Hugmyndin með stofnun Samfylkingarinnar var allt önnur. Hún var sú að skapa mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og gefa kjósendum kost á að velja ríkisstjórn með öðrum hvorum þeirra. Þetta hefur ekki tekist. Ástæðan er fyrst og fremst persónulegur styrkur Steingríms Sigfússonar í forystu Vinstri græns. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr við stefnu og störf núverandi ríkisstjórnarsamstarfs verður ekki framhjá því litið að það hefur í full þrjú kjörtímabil einkennst af stjórnfestu að aðeins einu máli frátöldu. Það sama átti einnig við samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins þar á undan allt þar til Jón Sigurðsson hvarf úr stjórninni. Þegar draga á ályktanir af nýlegum skoðanakönnunum verður ekki annað ráðið en minnkandi líkur séu á raunhæfum möguleikum til myndunar stjórnfestusamstarfs. Sennilega veldur mestu þar um sú nýja lykilstaða sem Samfylkingin virðist vera að erfa frá fyrri tíð Framsóknarflokksins. Hættan á stjórnarlausung skrifast ekki á reikning forystumanna Samfylkingarinnar fremur en forystumanna Framsóknarflokksins á sinni tíð. Það er miklu fremur eðli þessa sérstaka hlutverks að vera miðjuflokkur að meðaltali sem ræður því. Í vinstra samstarfi var Framsóknarflokkurinn alltaf á leið til hægri. Þegar hann starfaði með Sjálfstæðisflokknum var hann jafnan á leið til vinstri. Afleiðingin var skortur á stjórnfestu og trúverðugleika. Nú er ekki fengin reynsla af nýju hlutverki Samfylkingarinnar að þessu leyti. En ætli forystumenn hennar að hagnýta sér þá stöðu til þess að róa á bæði borð er líklegt að hún verði að sýna sömu lausung í samstarfi og Framsóknarflokkurinn áður en Halldór Ásgrímsson tók við. Það fylgir hlutverkinu. Kjarni málsins er þá sá að Samfylkingin sýnist eiga meiri möguleika á að tryggja sér ríkisstjórnaraðstöðu en áður, jafnvel þó að hún fái slaka kosningu. Hún á hins vegar erfiðara með að skilgreina sig á trúverðugan hátt sem stöðugleikaafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin kaupir einfaldlega aukið olnbogarými til stjórnarmyndunar því verði. Athyglivert er að samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins vill rúmlega fjórðungur kjósenda áframhald á samstarfi núverandi stjórnarflokka. Tæplega fjórðungur vill sjá samstarf stjórnarandstöðuflokkanna. Í hvorugu tilvikinu er um hátt hlutfall að ræða. Á öllum öðrum kostum hafa kjósendur miklu minni áhuga. Einungis tólf af hundraði líta að öllu óbreyttu með velþóknun til samstarfs Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Vel má vera að þetta sýni að stór hluti kjósenda telji líklegra að stjórnarmynstur þeirra sem starfað hafa saman annars vegar í stjórn eða hins vegar í stjórnarandstöðu tryggi best festu í stjórnarháttum. Alltént verður fróðlegt að fylgjast með því í hversu ríkum mæli stjórnmálaflokkarnir munu höfða til stjórnfestu í komandi kosningabaráttu og með hvaða rökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Margt bendir til að flokkakerfið sé að taka verulegum breytingum. Í áratugi hafði Framsóknarflokkurinn þá lykilstöðu að geta að öðru jöfnu valið hvort myndaðar voru ríkisstjórnir til vinstri eða hægri. Nýsköpunin og Viðreisnin voru undantekningar þar frá. Nú sýnist Samfylkingin vera að taka þetta rými á vettvangi stjórnmálaátakanna. Hugmyndin með stofnun Samfylkingarinnar var allt önnur. Hún var sú að skapa mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og gefa kjósendum kost á að velja ríkisstjórn með öðrum hvorum þeirra. Þetta hefur ekki tekist. Ástæðan er fyrst og fremst persónulegur styrkur Steingríms Sigfússonar í forystu Vinstri græns. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr við stefnu og störf núverandi ríkisstjórnarsamstarfs verður ekki framhjá því litið að það hefur í full þrjú kjörtímabil einkennst af stjórnfestu að aðeins einu máli frátöldu. Það sama átti einnig við samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins þar á undan allt þar til Jón Sigurðsson hvarf úr stjórninni. Þegar draga á ályktanir af nýlegum skoðanakönnunum verður ekki annað ráðið en minnkandi líkur séu á raunhæfum möguleikum til myndunar stjórnfestusamstarfs. Sennilega veldur mestu þar um sú nýja lykilstaða sem Samfylkingin virðist vera að erfa frá fyrri tíð Framsóknarflokksins. Hættan á stjórnarlausung skrifast ekki á reikning forystumanna Samfylkingarinnar fremur en forystumanna Framsóknarflokksins á sinni tíð. Það er miklu fremur eðli þessa sérstaka hlutverks að vera miðjuflokkur að meðaltali sem ræður því. Í vinstra samstarfi var Framsóknarflokkurinn alltaf á leið til hægri. Þegar hann starfaði með Sjálfstæðisflokknum var hann jafnan á leið til vinstri. Afleiðingin var skortur á stjórnfestu og trúverðugleika. Nú er ekki fengin reynsla af nýju hlutverki Samfylkingarinnar að þessu leyti. En ætli forystumenn hennar að hagnýta sér þá stöðu til þess að róa á bæði borð er líklegt að hún verði að sýna sömu lausung í samstarfi og Framsóknarflokkurinn áður en Halldór Ásgrímsson tók við. Það fylgir hlutverkinu. Kjarni málsins er þá sá að Samfylkingin sýnist eiga meiri möguleika á að tryggja sér ríkisstjórnaraðstöðu en áður, jafnvel þó að hún fái slaka kosningu. Hún á hins vegar erfiðara með að skilgreina sig á trúverðugan hátt sem stöðugleikaafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin kaupir einfaldlega aukið olnbogarými til stjórnarmyndunar því verði. Athyglivert er að samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins vill rúmlega fjórðungur kjósenda áframhald á samstarfi núverandi stjórnarflokka. Tæplega fjórðungur vill sjá samstarf stjórnarandstöðuflokkanna. Í hvorugu tilvikinu er um hátt hlutfall að ræða. Á öllum öðrum kostum hafa kjósendur miklu minni áhuga. Einungis tólf af hundraði líta að öllu óbreyttu með velþóknun til samstarfs Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Vel má vera að þetta sýni að stór hluti kjósenda telji líklegra að stjórnarmynstur þeirra sem starfað hafa saman annars vegar í stjórn eða hins vegar í stjórnarandstöðu tryggi best festu í stjórnarháttum. Alltént verður fróðlegt að fylgjast með því í hversu ríkum mæli stjórnmálaflokkarnir munu höfða til stjórnfestu í komandi kosningabaráttu og með hvaða rökum.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun