Frumkvöðull leikinn 24. janúar 2007 07:00 Caput-hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverkA flytur verk eftir Koenig á Myrkum músíkdögum. CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig. Koenig er einn af fremstu tónskáldum 20. aldarinnar og einn af frumkvöðlum raftónlistarinnar í Evrópu og er einnig þekktur fyrirlesari og fræðimaður. Tónskáldið Atli Heimi Sveinsson nam til að mynda elektróníska tónsmíðatækni hjá Koenig þegar hann kenndi í Utrecht í Hollandi og Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld naut einnig leiðsagnar hans. Koenig er sérstakur gestur tónlistarhátíðarinnar í ár og verður viðstaddur tónleikana í kvöld. CAPUT-hópurinn var stofnaður árið 1987 með það að leiðarljósi að kynna og leika nýja íslenska tónlist en félagar hans hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal fremstu listamannalandsins og nýtur hópurinn hylli bæði hérlendis sem erlendis. Hópinn að þessu sinni skipa fiðluleikarinn Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, flautuleikarnir Melkorka Ólafsdóttir og Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson sem leika mun á klarinettur. Sjö verka Koenig verða flutt á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld en nánari upplýsingar um dagskrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðunni www.listir.is Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig. Koenig er einn af fremstu tónskáldum 20. aldarinnar og einn af frumkvöðlum raftónlistarinnar í Evrópu og er einnig þekktur fyrirlesari og fræðimaður. Tónskáldið Atli Heimi Sveinsson nam til að mynda elektróníska tónsmíðatækni hjá Koenig þegar hann kenndi í Utrecht í Hollandi og Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld naut einnig leiðsagnar hans. Koenig er sérstakur gestur tónlistarhátíðarinnar í ár og verður viðstaddur tónleikana í kvöld. CAPUT-hópurinn var stofnaður árið 1987 með það að leiðarljósi að kynna og leika nýja íslenska tónlist en félagar hans hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal fremstu listamannalandsins og nýtur hópurinn hylli bæði hérlendis sem erlendis. Hópinn að þessu sinni skipa fiðluleikarinn Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, flautuleikarnir Melkorka Ólafsdóttir og Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson sem leika mun á klarinettur. Sjö verka Koenig verða flutt á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld en nánari upplýsingar um dagskrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðunni www.listir.is
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira