Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu 24. janúar 2007 05:00 Fyrsta málverkasýningin. Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu. Hann segist meðal annars hafa fengið innblástur fyrir verk sín í vinnunni sem vagnstjóri. MYND/Rósa Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira