Eiga eða leigja? 25. janúar 2007 06:00 Heimilin um landið hafa á löngum tíma komið sér upp einfaldri reglu um húsnæðismál: til langs tíma litið er betra að eiga en leigja. Átta af hverjum tíu íslenzkum fjölskyldum búa undir eigin þaki; hinar búa í leiguhúsnæði. Almenn sátt ríkir um sjálfseignarstefnuna. Réttlæting hennar hvílir öðrum þræði á þeirri hugsun, að eigendur fari jafnan betur með húsnæði en leigjendur og haldi því betur við. Flestir kjósa með líku lagi að eiga bílana sína frekar en að leigja þá af öðrum nema í neyð. Í öðrum löndum er þeirri röksemd stundum bætt við, að húseigendur hafi eignarrétt að verja og séu að því leyti traustari ábúendur og síður líklegir en leigjendur til uppreisnar gegn ríkjandi þjóðfélagsskipan. Í nálægum löndum er leiguhúsnæði hlutfallslega algengara en hér, en almenna reglan er eigi að síður hin sama. Flesta leigjendur dreymir um að komast í eigið húsnæði. Líku máli gegnir um fyrirtæki. Ætli þau sér langa lífdaga eins og annað fólk yfirleitt, kjósa þau jafnan að starfa í eigin húsnæði, ef fjárhagurinn leyfir. Eigið húsnæði er jafnan ódýrara til langs tíma litið. Það er engin tilviljun, að bankar kjósa næstum alltaf að halda til í eigin húsnæði. Landsbankinn er að byggja yfir sig nýjar höfuðstöðvar í Reykjavík. Sama regla á við um flesta innanstokksmuni á heimilum. Flestir vilja helzt eiga ísskápana sína sjálfir og uppþvottavélarnar. Það er jafnan hagfelldara og þægilegra en að leigja þessi heimilistæki. Sama máli gegnir um flest einkafyrirtæki og ríkisstofnanir. Þeim finnst yfirleitt auðveldast að eiga vinnuvélarnar sínar: faxtækin, fiskiskipin, færiböndin, innréttingarnar, mjaltavélarnar, tölvurnar. Samt getur stundum verið hagkvæmt að leigja tæki og tól af öðrum til ýmissa íhlaupaverka, en það er annar handleggur. Almenna reglan er þessi: fólk og fyrirtæki telja jafnan bezt að búa og starfa í eigin húsnæði og eiga jafnframt flesta innanstokksmuni og rekstraráhöld. Þó eru til veigamiklar undantekningar frá þessari reglu. Flugfélög kjósa ýmist að eiga vélarnar sínar eða láta þær frá sér og leigja þær af öðrum. Þessi undantekning stafar einkum af því, að flugrekstur hefur víða verið erfiður mörg undangengin ár af ýmsum ástæðum. Nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna hafa lengi rambað á barmi gjaldþrots; PanAm lagði upp laupana. Hin félögin eru sum í greiðslustöðvun sem kallað er; eitt þeirra, Continental, er nýsloppið fyrir horn. Flugleiðir, nú Icelandair, hafa undangengin ár ýmist átt eða leigt sínar vélar. Greiðslustöðvun veitir skuldunautum tímabundna lagavernd gegn lánardrottnum. Henni er ætlað að gefa skuldunautunum ráðrúm til að endurskipuleggja reksturinn með því að aftra lánardrottnunum frá því að ganga að skuldunautunum og knýja þá í gjaldþrot. Þessi sjónarmið skipta máli, þegar mat er lagt á ástand og horfur sumra þeirra fyrirtækja, sem mikið hefur kveðið að hér heima undangengin ár. Þau hafa sum snúið gömlu reglunni við. Þau kaupa fyrirtæki, selja utan af þeim húsnæðið, taka það síðan á leigu til að geta haldið starfseminni áfram á sama stað og nota féð, sem þau losuðu með eignasölunni, til að kaupa ný fyrirtæki og bréf og þannig koll af kolli. Þetta er einföld leið til að taka lán og losa fé og getur verið vænleg með lækkandi vöxtum, en hún er vafasöm eins og nú háttar með hækkandi vöxtum. Þessi lausafjáröflunaraðferð þætti ekki heldur vænleg í venjulegum heimilisrekstri. Fæstir myndu selja húsið sitt upp úr þurru, taka það síðan á leigu til að geta búið þar áfram og festa féð, sem þeir losuðu við söluna, í álitlegum fyrirtækjum og hlutabréfum. Framsýnt fólk hættir helzt ekki meira fé en það hefur efni á að tapa. Fæstir hafa ráð á að missa húsið sitt, en þeir geta braskað með sumarbústaðinn eins og þeim sýnist. Bankar varast jafnan að veita þeim húsakaupalán, sem ætla sér að braska með lánsféð, enda eru veðin í húsunum þá ekki lengur til staðar. Hvers vegna lána bankar þá fyrirtækjum, sem stunda tvísýn verðbréfaviðskipti? Eru þeir þá ekki í reynd að veita lán til áhættusamra hlutabréfakaupa? Hvernig er veðum háttað í slíkum viðskiptum? Kannski eru þessi fyrirtæki bara að braska með fé, sem þau mega við að missa. Kannski ekki. Bankarnir mættu gera meira að því að upplýsa almenning um starfshætti sína. Þeir mættu byrja á að skýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvers vegna gamla varúðarreglan um eignarhald á húsnæði fyrirtækja er ekki lengur í fullu gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun
Heimilin um landið hafa á löngum tíma komið sér upp einfaldri reglu um húsnæðismál: til langs tíma litið er betra að eiga en leigja. Átta af hverjum tíu íslenzkum fjölskyldum búa undir eigin þaki; hinar búa í leiguhúsnæði. Almenn sátt ríkir um sjálfseignarstefnuna. Réttlæting hennar hvílir öðrum þræði á þeirri hugsun, að eigendur fari jafnan betur með húsnæði en leigjendur og haldi því betur við. Flestir kjósa með líku lagi að eiga bílana sína frekar en að leigja þá af öðrum nema í neyð. Í öðrum löndum er þeirri röksemd stundum bætt við, að húseigendur hafi eignarrétt að verja og séu að því leyti traustari ábúendur og síður líklegir en leigjendur til uppreisnar gegn ríkjandi þjóðfélagsskipan. Í nálægum löndum er leiguhúsnæði hlutfallslega algengara en hér, en almenna reglan er eigi að síður hin sama. Flesta leigjendur dreymir um að komast í eigið húsnæði. Líku máli gegnir um fyrirtæki. Ætli þau sér langa lífdaga eins og annað fólk yfirleitt, kjósa þau jafnan að starfa í eigin húsnæði, ef fjárhagurinn leyfir. Eigið húsnæði er jafnan ódýrara til langs tíma litið. Það er engin tilviljun, að bankar kjósa næstum alltaf að halda til í eigin húsnæði. Landsbankinn er að byggja yfir sig nýjar höfuðstöðvar í Reykjavík. Sama regla á við um flesta innanstokksmuni á heimilum. Flestir vilja helzt eiga ísskápana sína sjálfir og uppþvottavélarnar. Það er jafnan hagfelldara og þægilegra en að leigja þessi heimilistæki. Sama máli gegnir um flest einkafyrirtæki og ríkisstofnanir. Þeim finnst yfirleitt auðveldast að eiga vinnuvélarnar sínar: faxtækin, fiskiskipin, færiböndin, innréttingarnar, mjaltavélarnar, tölvurnar. Samt getur stundum verið hagkvæmt að leigja tæki og tól af öðrum til ýmissa íhlaupaverka, en það er annar handleggur. Almenna reglan er þessi: fólk og fyrirtæki telja jafnan bezt að búa og starfa í eigin húsnæði og eiga jafnframt flesta innanstokksmuni og rekstraráhöld. Þó eru til veigamiklar undantekningar frá þessari reglu. Flugfélög kjósa ýmist að eiga vélarnar sínar eða láta þær frá sér og leigja þær af öðrum. Þessi undantekning stafar einkum af því, að flugrekstur hefur víða verið erfiður mörg undangengin ár af ýmsum ástæðum. Nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna hafa lengi rambað á barmi gjaldþrots; PanAm lagði upp laupana. Hin félögin eru sum í greiðslustöðvun sem kallað er; eitt þeirra, Continental, er nýsloppið fyrir horn. Flugleiðir, nú Icelandair, hafa undangengin ár ýmist átt eða leigt sínar vélar. Greiðslustöðvun veitir skuldunautum tímabundna lagavernd gegn lánardrottnum. Henni er ætlað að gefa skuldunautunum ráðrúm til að endurskipuleggja reksturinn með því að aftra lánardrottnunum frá því að ganga að skuldunautunum og knýja þá í gjaldþrot. Þessi sjónarmið skipta máli, þegar mat er lagt á ástand og horfur sumra þeirra fyrirtækja, sem mikið hefur kveðið að hér heima undangengin ár. Þau hafa sum snúið gömlu reglunni við. Þau kaupa fyrirtæki, selja utan af þeim húsnæðið, taka það síðan á leigu til að geta haldið starfseminni áfram á sama stað og nota féð, sem þau losuðu með eignasölunni, til að kaupa ný fyrirtæki og bréf og þannig koll af kolli. Þetta er einföld leið til að taka lán og losa fé og getur verið vænleg með lækkandi vöxtum, en hún er vafasöm eins og nú háttar með hækkandi vöxtum. Þessi lausafjáröflunaraðferð þætti ekki heldur vænleg í venjulegum heimilisrekstri. Fæstir myndu selja húsið sitt upp úr þurru, taka það síðan á leigu til að geta búið þar áfram og festa féð, sem þeir losuðu við söluna, í álitlegum fyrirtækjum og hlutabréfum. Framsýnt fólk hættir helzt ekki meira fé en það hefur efni á að tapa. Fæstir hafa ráð á að missa húsið sitt, en þeir geta braskað með sumarbústaðinn eins og þeim sýnist. Bankar varast jafnan að veita þeim húsakaupalán, sem ætla sér að braska með lánsféð, enda eru veðin í húsunum þá ekki lengur til staðar. Hvers vegna lána bankar þá fyrirtækjum, sem stunda tvísýn verðbréfaviðskipti? Eru þeir þá ekki í reynd að veita lán til áhættusamra hlutabréfakaupa? Hvernig er veðum háttað í slíkum viðskiptum? Kannski eru þessi fyrirtæki bara að braska með fé, sem þau mega við að missa. Kannski ekki. Bankarnir mættu gera meira að því að upplýsa almenning um starfshætti sína. Þeir mættu byrja á að skýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvers vegna gamla varúðarreglan um eignarhald á húsnæði fyrirtækja er ekki lengur í fullu gildi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun