Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar 25. október 2025 09:30 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar