Kjaftshögg fyrir þjóðina 11. febrúar 2007 12:00 Stefán Unnsteinsson skrifaði ævi Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum og þar komu fram opinskáar lýsingar á harðræðinu á Breiðavík. Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. „Þessar sögur koma mér ekki á óvart,“ segir Stefán Unnsteinsson sem skrifaði ævisögu Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum. Bókin hét Stattu þig drengur og vakti hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar greinir Sævar frá dvöl sinni á Breiðavík og eru lýsingar hans í samræmi við það sem þjóðin hefur lesið og séð í bæði DV og Kastljósinu. Jóhann Páll Var nánast afskrifaður sem útgefandinn eftir að bókin kom út. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf bókina út á sínum tíma, að hann hafi hreinlega verið afskrifaður í þessu fagi á þessum tíma. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ segir Jóhann Páll. Hann segir það ekki vera á teikniborðinu að endurútgefa bókina í ljósi nýrra upplýsinga. „Þetta yrði að vera alveg ný bók,“ segir hann. „Þetta var allt saman of sárt fyrir íslenskt samfélag á þessum tíma og það vildi einfaldlega ekki horfast í augu við þetta,“ bætir Stefán við. „Það jákvæða við þessar uppljóstranir er kannski að íslenska þjóðin er komin á það þroskastig að hún getur tekist á við þetta núna,“ segir Stefán og telur þetta vera ákveðið kjaftshögg fyrir Íslendinga. Við vinnslu bókarinnar ræddi Stefán við fjölda vina Sævars sem margir hverjir sátu af sér inná Litla Hrauni. „Og allar þeirra sögur beindust að sama brunni, Breiðavík,“ útskýrir höfundurinn. Sjálfur starfaði Stefán á heimilinu eftir að því var breytt árið 1973 og hann hafði því heyrt hluta af því sem þegar er komið fram. „Sævar fyllti í raun bara útí þá mynd sem ég hafði gert mér þótt sú mynd hafi aldrei verið svona dökk eins og nú hefur verið sýnt fram á,“ segir Stefán sem veltir því alvarlega fyrir sér hvort Breiðavíkur-málið eigi eftir að leiða til þess að Geirfinns-málið verði tekið aftur upp. „Þar voru líka ákveðin mistök gerð og það eru til ótal vitni sem eru reiðubúin að varpa réttu ljósi á málið.“ Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. „Þessar sögur koma mér ekki á óvart,“ segir Stefán Unnsteinsson sem skrifaði ævisögu Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum. Bókin hét Stattu þig drengur og vakti hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar greinir Sævar frá dvöl sinni á Breiðavík og eru lýsingar hans í samræmi við það sem þjóðin hefur lesið og séð í bæði DV og Kastljósinu. Jóhann Páll Var nánast afskrifaður sem útgefandinn eftir að bókin kom út. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf bókina út á sínum tíma, að hann hafi hreinlega verið afskrifaður í þessu fagi á þessum tíma. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ segir Jóhann Páll. Hann segir það ekki vera á teikniborðinu að endurútgefa bókina í ljósi nýrra upplýsinga. „Þetta yrði að vera alveg ný bók,“ segir hann. „Þetta var allt saman of sárt fyrir íslenskt samfélag á þessum tíma og það vildi einfaldlega ekki horfast í augu við þetta,“ bætir Stefán við. „Það jákvæða við þessar uppljóstranir er kannski að íslenska þjóðin er komin á það þroskastig að hún getur tekist á við þetta núna,“ segir Stefán og telur þetta vera ákveðið kjaftshögg fyrir Íslendinga. Við vinnslu bókarinnar ræddi Stefán við fjölda vina Sævars sem margir hverjir sátu af sér inná Litla Hrauni. „Og allar þeirra sögur beindust að sama brunni, Breiðavík,“ útskýrir höfundurinn. Sjálfur starfaði Stefán á heimilinu eftir að því var breytt árið 1973 og hann hafði því heyrt hluta af því sem þegar er komið fram. „Sævar fyllti í raun bara útí þá mynd sem ég hafði gert mér þótt sú mynd hafi aldrei verið svona dökk eins og nú hefur verið sýnt fram á,“ segir Stefán sem veltir því alvarlega fyrir sér hvort Breiðavíkur-málið eigi eftir að leiða til þess að Geirfinns-málið verði tekið aftur upp. „Þar voru líka ákveðin mistök gerð og það eru til ótal vitni sem eru reiðubúin að varpa réttu ljósi á málið.“
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira