Skrattakollur á mótorfáki 15. febrúar 2007 08:00 Mótorhjólatöffarinn Johnny þarf að gera upp gamla skuld við djöfulinn og eltist við drísla við sem hafa lent upp á kant við skrattann. Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaza við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnumótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og eltist við drísla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunnandi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverkið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stundaskrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði handritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvarlega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaza við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnumótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og eltist við drísla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunnandi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverkið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stundaskrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði handritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvarlega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira