Hattur og Fattsdóttir 15. febrúar 2007 09:45 Þóra Karitas er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar í uppsetningu á Lífinu, en hann gerði garðinn áður frægan með föður Þóru, Árna Blandon. MYND/Heiða Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. „Ég er nú ekki að leika Fatt,“ sagði Þóra hlæjandi og vildi ekki meina að hún fetaði beinlínis í fótspor föður síns. Hún þreytir frumraun sína á sviði í Svörtum ketti og aðstoðar Kjartan í uppsetningu á Lífinu, útskriftarverkefni nemenda á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Í svörtum ketti leikur Þóra meðal annars á móti Þráni Karlssyni, en hann lék einnig í fraumraun Árna Blandon í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið skemmtilegt,“ sagði hún. „Svo er ég alveg rosalega heppin að fá að fylgjast með því hvernig Kjartan vinnur. Hann hefur átt stóran stað í hjarta mínu sem leikhúsmaður mjög lengi,“ sagði Þóra, sem segir Saumastofuna, sem er eftir Kjartan, hafa verið fyrstu leikhúsupplifunina sem hreyfði við henni. „Ég sá hana á Hellu þegar ég var lítil. Þar var stelpa sem söng tregafullan söng um litla son sinn sem dó. Ég fékk þetta alveg á heilann og var alltaf syngjandi þetta fullum hálsi úti á túni,“ sagði Þóra hlæjandi. Grandavegur 7 og Sjálfstætt fólk, í leikstjórn Kjartans, eru jafnframt á meðal uppáhaldssýninga Þóru. „Mér finnst alveg frábært að fá að vera fluga á vegg, Kjartan er einn af okkar merkustu leikhúsleikstjórum,“ sagði Þóra. Sjálf man hún þó lítið eftir Kjartani í hlutverki Hattar. „Ég kynntist honum náttúrlega ekki mikið á þeim tíma, ég var varla farin að tala. Ég man meira eftir hljómplötunni sem var gefin út, en þar var Gísli Rúnar í stað Kjartans. Það var eiginlega seinna sem ég fattaði að Kjartan var upphaflegi Hatturinn,“ sagði Þóra. Þóra er enn með annan fótinn í London, þar sem hún var í námi. „Ég hef samt alltaf séð fyrir mér að ég myndi vinna í íslensku leikhúsi. Þetta byrjaði líka sem svona sveitastelpudraumur þegar ég sá Saumastofuna á Hellu. Hjartað mitt er í því, ekki einhverjum frægðardraumum,“ sagði Þóra, sem getur því alveg hugsað sér að snúa aftur til Akureyrar í framtíðinni. „Þetta leikhús er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Það er mikill metnaður í því, gott verkefnaval og gott fólk. Þegar maður er nýkominn út úr leiklistarskóla er það bara draumur,“ sagði hún ánægð. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. „Ég er nú ekki að leika Fatt,“ sagði Þóra hlæjandi og vildi ekki meina að hún fetaði beinlínis í fótspor föður síns. Hún þreytir frumraun sína á sviði í Svörtum ketti og aðstoðar Kjartan í uppsetningu á Lífinu, útskriftarverkefni nemenda á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Í svörtum ketti leikur Þóra meðal annars á móti Þráni Karlssyni, en hann lék einnig í fraumraun Árna Blandon í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið skemmtilegt,“ sagði hún. „Svo er ég alveg rosalega heppin að fá að fylgjast með því hvernig Kjartan vinnur. Hann hefur átt stóran stað í hjarta mínu sem leikhúsmaður mjög lengi,“ sagði Þóra, sem segir Saumastofuna, sem er eftir Kjartan, hafa verið fyrstu leikhúsupplifunina sem hreyfði við henni. „Ég sá hana á Hellu þegar ég var lítil. Þar var stelpa sem söng tregafullan söng um litla son sinn sem dó. Ég fékk þetta alveg á heilann og var alltaf syngjandi þetta fullum hálsi úti á túni,“ sagði Þóra hlæjandi. Grandavegur 7 og Sjálfstætt fólk, í leikstjórn Kjartans, eru jafnframt á meðal uppáhaldssýninga Þóru. „Mér finnst alveg frábært að fá að vera fluga á vegg, Kjartan er einn af okkar merkustu leikhúsleikstjórum,“ sagði Þóra. Sjálf man hún þó lítið eftir Kjartani í hlutverki Hattar. „Ég kynntist honum náttúrlega ekki mikið á þeim tíma, ég var varla farin að tala. Ég man meira eftir hljómplötunni sem var gefin út, en þar var Gísli Rúnar í stað Kjartans. Það var eiginlega seinna sem ég fattaði að Kjartan var upphaflegi Hatturinn,“ sagði Þóra. Þóra er enn með annan fótinn í London, þar sem hún var í námi. „Ég hef samt alltaf séð fyrir mér að ég myndi vinna í íslensku leikhúsi. Þetta byrjaði líka sem svona sveitastelpudraumur þegar ég sá Saumastofuna á Hellu. Hjartað mitt er í því, ekki einhverjum frægðardraumum,“ sagði Þóra, sem getur því alveg hugsað sér að snúa aftur til Akureyrar í framtíðinni. „Þetta leikhús er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Það er mikill metnaður í því, gott verkefnaval og gott fólk. Þegar maður er nýkominn út úr leiklistarskóla er það bara draumur,“ sagði hún ánægð.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira