Völundarhús Pans - fimm stjörnur 16. febrúar 2007 00:01 Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira