Óperan opnar dyrnar 16. febrúar 2007 07:45 Davíð Ólafsson söngvari Tekur á móti gestum og gangandi í Gamla bíói um helgina. MYND/Stefán Nú um helgina halda óperuhús um alla Evrópu upp á fjögurra alda óperuhefð undir yfirskriftinni Óperudagar Evrópu og hér á Fróni gefst áhugasömum tónlistarunnendum tækifæri á að kynna sér starfsemi Íslensku óperunnar. að þetta sé í fyrsta sinn sem svo víðþætt dagskrá sé skipulögð af þessu tilefni enda séu samtök evrópskra óperuhúsa tiltölulega ný. „Þau hafa þó eflst mjög mikið, sérstaklega undanfarin fimm ár, og nú standa þau fyrir reglulegum ráðstefnum fyrir meðlimi sína." Nú um helgina standa samtökin fyrir stórri ráðstefnu í París þar sem áhorfendur, óperulistamenn, óperustjórar, fulltrúar fjölmiðla og ungt áhugafólk um óperur frá allri Evrópu taka þátt í viðburðum og umræðum um stöðu óperulistarinnar í samfélaginu en þangað fara til að mynda tveir ungir fulltrúar frá Íslandi í boði Samtaka vinafélaga evrópskra óperuhúsa. „En óperuhús um alla Evrópu eru hvött til þess að vera með eigin dagskrá þessa daga og þá er aðalatriðið að opna dyrnar, opna húsin og færa óperuna út til fólksins," útskýrir Freyja Dögg og áréttar að þar búi til dæmis að baki sú bábilja að óperan sé dauð list. „Það er verið að byggja mikið af nýjum óperuhúsum og þótt verið sé að sýna gömul verk er þetta lifandi listform, mikið af fólki sem kemur að óperustarfinu og margt forvitnilegt í boði." Meðal þess sem boðið verður upp á hér er bein útsending frá óperunni Flagari í framsókn, The Rake"s Progress, eftir Stravinsky á Rás 1 í kvöld, opin æfing á Gianni Schicchi eftir Puccini á sviði Íslensku óperunnar, Árnesingakórinn heldur afmælistónleika og ókeypis tónleika ungra og upprennandi söngvara. Aukinheldur verður markaður í anddyri Gamla bíós þar sem munir úr geymslum Óperunnar verða til sölu. „Þar verða alls konar skrýtnir leikmunir og búningar sem notaðir hafa verið gegnum árin. Davíð Ólafsson bassasöngvari verður með létta skemmtidagskrá og Eyjólfur Eyjólfsson, sem fer með hlutverk uppboðshaldarans í Flagara í framsókn, bregður á leik," segir Freyja. Markaðurinn hefst kl. 12 í Ingólfsstrætinu og stendur fram eftir degi á morgun og á sunnudag ef allt selst ekki upp. Þá verður boðið upp á leiðsögn um húsið kl. 13 báða dagana þar sem Ingólfur Níels Árnason, óperuleikstjóri og fræðslustjóri, leiðir gesti um bygginguna og segir frá starfsemi Íslensku óperunnar og sögu hússins. „Það er dálítil mótsögn í því að við höfum verið með óperuhús í gömlu bíóhúsi í tuttugu og fimm ár en bæði á húsið sér merkilega sögu og svo er saga óperunnar í húsinu merkileg," segir Freyja. Þar leynast líka mörg skúmaskot, leyndardómar og kimar sem forvitnilegt er að kynna sér. „Þá verða líka tónleikar í Sundhöll Reykjavíkur klukkan hálf tólf á morgun - það verður mikið sprell get ég lofað," segir Freyja sposk og ýjar að því að sumir hyggist stinga sér eitt og annað. Sundhöllin er þekkt fyrir prýðishljómburð en Freyja bendir enn fremur á að staðsetningin hafi fleiri kosti. „Við hugsuðum um hvert við gætum fært óperuna til Íslendinga. Hvar eru þeir í hádeginu á laugardögum - nú auðvitað í sundi?" Nánari upplýsingar um dagskrá Óperudaganna er að finna á heimasíðunni opera.is. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú um helgina halda óperuhús um alla Evrópu upp á fjögurra alda óperuhefð undir yfirskriftinni Óperudagar Evrópu og hér á Fróni gefst áhugasömum tónlistarunnendum tækifæri á að kynna sér starfsemi Íslensku óperunnar. að þetta sé í fyrsta sinn sem svo víðþætt dagskrá sé skipulögð af þessu tilefni enda séu samtök evrópskra óperuhúsa tiltölulega ný. „Þau hafa þó eflst mjög mikið, sérstaklega undanfarin fimm ár, og nú standa þau fyrir reglulegum ráðstefnum fyrir meðlimi sína." Nú um helgina standa samtökin fyrir stórri ráðstefnu í París þar sem áhorfendur, óperulistamenn, óperustjórar, fulltrúar fjölmiðla og ungt áhugafólk um óperur frá allri Evrópu taka þátt í viðburðum og umræðum um stöðu óperulistarinnar í samfélaginu en þangað fara til að mynda tveir ungir fulltrúar frá Íslandi í boði Samtaka vinafélaga evrópskra óperuhúsa. „En óperuhús um alla Evrópu eru hvött til þess að vera með eigin dagskrá þessa daga og þá er aðalatriðið að opna dyrnar, opna húsin og færa óperuna út til fólksins," útskýrir Freyja Dögg og áréttar að þar búi til dæmis að baki sú bábilja að óperan sé dauð list. „Það er verið að byggja mikið af nýjum óperuhúsum og þótt verið sé að sýna gömul verk er þetta lifandi listform, mikið af fólki sem kemur að óperustarfinu og margt forvitnilegt í boði." Meðal þess sem boðið verður upp á hér er bein útsending frá óperunni Flagari í framsókn, The Rake"s Progress, eftir Stravinsky á Rás 1 í kvöld, opin æfing á Gianni Schicchi eftir Puccini á sviði Íslensku óperunnar, Árnesingakórinn heldur afmælistónleika og ókeypis tónleika ungra og upprennandi söngvara. Aukinheldur verður markaður í anddyri Gamla bíós þar sem munir úr geymslum Óperunnar verða til sölu. „Þar verða alls konar skrýtnir leikmunir og búningar sem notaðir hafa verið gegnum árin. Davíð Ólafsson bassasöngvari verður með létta skemmtidagskrá og Eyjólfur Eyjólfsson, sem fer með hlutverk uppboðshaldarans í Flagara í framsókn, bregður á leik," segir Freyja. Markaðurinn hefst kl. 12 í Ingólfsstrætinu og stendur fram eftir degi á morgun og á sunnudag ef allt selst ekki upp. Þá verður boðið upp á leiðsögn um húsið kl. 13 báða dagana þar sem Ingólfur Níels Árnason, óperuleikstjóri og fræðslustjóri, leiðir gesti um bygginguna og segir frá starfsemi Íslensku óperunnar og sögu hússins. „Það er dálítil mótsögn í því að við höfum verið með óperuhús í gömlu bíóhúsi í tuttugu og fimm ár en bæði á húsið sér merkilega sögu og svo er saga óperunnar í húsinu merkileg," segir Freyja. Þar leynast líka mörg skúmaskot, leyndardómar og kimar sem forvitnilegt er að kynna sér. „Þá verða líka tónleikar í Sundhöll Reykjavíkur klukkan hálf tólf á morgun - það verður mikið sprell get ég lofað," segir Freyja sposk og ýjar að því að sumir hyggist stinga sér eitt og annað. Sundhöllin er þekkt fyrir prýðishljómburð en Freyja bendir enn fremur á að staðsetningin hafi fleiri kosti. „Við hugsuðum um hvert við gætum fært óperuna til Íslendinga. Hvar eru þeir í hádeginu á laugardögum - nú auðvitað í sundi?" Nánari upplýsingar um dagskrá Óperudaganna er að finna á heimasíðunni opera.is.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira