Laddi er í allra kvikinda líki 20. febrúar 2007 08:45 Þórhallur Sigurðsson - Laddi Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. Þá var kvöldið hálfnað og meistarinn hafði komið fram í allra sinna kvikinda líki og farið á kostum, tekið nokkrar, nei margar, gamlar lummur, við gríðarleg fagnaðarlæti. Nú stóð hann við hnéhátt púlt og sagði nokkrar sögur sem voru meira í ætt við uppistand en leikin atriði. Skyndilega fór hann úr svörtum jakkanum, beygði sig yfir púltið, skellti á sig sólgleraugum og latex-kollu og reis upp og var orðinn Bubbi Morthens. Kassinn þaninn, upphandleggirnir stæltari, maðurinn einfaldlega umbreyttist frammi fyrir augum áhorfenda. Yfir brjóstið mitt stóð á hvítum bolnum 60.60.60. Salurinn á frumsýningunni elskaði sinn mann og rétt er það: Laddi er dæmalaust flinkur skemmtikraftur, skarpur á einkennum í karakterum sem hann hefur skapað, þótt samkenni þeirra komi í ljós þegar þeir mæta í langri runu. Allir hafa mállega kæki og sinn talanda, fas sem er sérstakt og ýkt upp með hári, gleraugum, og réttum fötum. Gamansemin er alltaf meinlaus og beinist gjarna að persónunni sjálfri, þá sjaldan fjarstaddar persónur eru nefndar dylst engum að það er ekki gert af meinfýsni eða spottþörf. Líklega er það einn af mörgum lyklum að velgengni og lýðhylli Ladda. Annar er að hann stígur létt í klámvænginn án þess að verða nokkru sinni sóðalega grófur. það er yfir honum bjart sakleysi, eins og allir þekkja. Sýningin í Borgarleikhúsinu er því fjölskylduskemmtun. Hjálparmenn Ladda eru fjögurra manna band, strákarnir hans þrír, Halli bróðir hans, Steinn Ármann og Eggert Þorleifsson í einu atriði. Af þessum reynir mest á bandið sem er prýðilegt en nokkuð háttstillt miðað við söng. Steinn Ármann stendur sig þokkalega sem straight-maður, sá sem spyr, hann er mátulega hlutlaus og látlaus í fasi. Eggert er stórkostlegur í sínu litla atriði og Halli samur við sig, á kostulegum mörkum þess að vera atvinnumaður og amatör. Sýningin er í lengra lagi og dettur aðeins niður skömmu fyrir lokaatriði. Hún ber þess nokkuð merki að vera hugsuð sem skemmtun á laugardagskvöldi. Það vantar í hana fágun en líklega er það nokkuð sem Ladda þykir ekki skipta máli: útlit. Hann er að sönnu gríðarlega næmur fyrir sal áhorfenda, haldinn þessari náttúrulegu guðsgjöf trúðsins að geta vakið hlátur með smávægilegri hreyfingu, handarhreyfingu, halla á búk, augntilliti. Það er náðargáfa og lærist víst seint og enginn nema hann hafi sótt miðin lengi og leikið mikið á sviði. Sýningin teygist semsagt. Klippt atriði úr safni ríkissjónvarpsins voru snubbótt, endurtekningar á myndum komu fyrir og sá partur ekki unninn af miklum metnaði. Það læddist að manni sá grunur að enn teldu menn sig stadda á matsölustaðnum Broadway, á næsta bæ við Múlakaffi, og þá væru ekki alveg sömu kröfur gerðar og þyrfti í þessu húsi þar sem menn eiga að vanda sig í hverju verki. Vísast lítur stjórn hússins svo á að á Ladda-sjói leyfist allt þótt hann standi sig víst með prýði í einum þremur sviðsetningum LR um þessar mundir. Það væri máski ráð að fá hann í svo sem eina sýningu hjá Íslenska dansflokknum til þess að hann geri eitthvað nýtt og áhorfendur heimsæki flokkinn. Svo er bara að bóka Tónlistarhúsið fyrir 65 ára afmælið. Hver tekur annars á móti bókunum fyrir það? Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. Þá var kvöldið hálfnað og meistarinn hafði komið fram í allra sinna kvikinda líki og farið á kostum, tekið nokkrar, nei margar, gamlar lummur, við gríðarleg fagnaðarlæti. Nú stóð hann við hnéhátt púlt og sagði nokkrar sögur sem voru meira í ætt við uppistand en leikin atriði. Skyndilega fór hann úr svörtum jakkanum, beygði sig yfir púltið, skellti á sig sólgleraugum og latex-kollu og reis upp og var orðinn Bubbi Morthens. Kassinn þaninn, upphandleggirnir stæltari, maðurinn einfaldlega umbreyttist frammi fyrir augum áhorfenda. Yfir brjóstið mitt stóð á hvítum bolnum 60.60.60. Salurinn á frumsýningunni elskaði sinn mann og rétt er það: Laddi er dæmalaust flinkur skemmtikraftur, skarpur á einkennum í karakterum sem hann hefur skapað, þótt samkenni þeirra komi í ljós þegar þeir mæta í langri runu. Allir hafa mállega kæki og sinn talanda, fas sem er sérstakt og ýkt upp með hári, gleraugum, og réttum fötum. Gamansemin er alltaf meinlaus og beinist gjarna að persónunni sjálfri, þá sjaldan fjarstaddar persónur eru nefndar dylst engum að það er ekki gert af meinfýsni eða spottþörf. Líklega er það einn af mörgum lyklum að velgengni og lýðhylli Ladda. Annar er að hann stígur létt í klámvænginn án þess að verða nokkru sinni sóðalega grófur. það er yfir honum bjart sakleysi, eins og allir þekkja. Sýningin í Borgarleikhúsinu er því fjölskylduskemmtun. Hjálparmenn Ladda eru fjögurra manna band, strákarnir hans þrír, Halli bróðir hans, Steinn Ármann og Eggert Þorleifsson í einu atriði. Af þessum reynir mest á bandið sem er prýðilegt en nokkuð háttstillt miðað við söng. Steinn Ármann stendur sig þokkalega sem straight-maður, sá sem spyr, hann er mátulega hlutlaus og látlaus í fasi. Eggert er stórkostlegur í sínu litla atriði og Halli samur við sig, á kostulegum mörkum þess að vera atvinnumaður og amatör. Sýningin er í lengra lagi og dettur aðeins niður skömmu fyrir lokaatriði. Hún ber þess nokkuð merki að vera hugsuð sem skemmtun á laugardagskvöldi. Það vantar í hana fágun en líklega er það nokkuð sem Ladda þykir ekki skipta máli: útlit. Hann er að sönnu gríðarlega næmur fyrir sal áhorfenda, haldinn þessari náttúrulegu guðsgjöf trúðsins að geta vakið hlátur með smávægilegri hreyfingu, handarhreyfingu, halla á búk, augntilliti. Það er náðargáfa og lærist víst seint og enginn nema hann hafi sótt miðin lengi og leikið mikið á sviði. Sýningin teygist semsagt. Klippt atriði úr safni ríkissjónvarpsins voru snubbótt, endurtekningar á myndum komu fyrir og sá partur ekki unninn af miklum metnaði. Það læddist að manni sá grunur að enn teldu menn sig stadda á matsölustaðnum Broadway, á næsta bæ við Múlakaffi, og þá væru ekki alveg sömu kröfur gerðar og þyrfti í þessu húsi þar sem menn eiga að vanda sig í hverju verki. Vísast lítur stjórn hússins svo á að á Ladda-sjói leyfist allt þótt hann standi sig víst með prýði í einum þremur sviðsetningum LR um þessar mundir. Það væri máski ráð að fá hann í svo sem eina sýningu hjá Íslenska dansflokknum til þess að hann geri eitthvað nýtt og áhorfendur heimsæki flokkinn. Svo er bara að bóka Tónlistarhúsið fyrir 65 ára afmælið. Hver tekur annars á móti bókunum fyrir það? Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira