Svíar krefjast nærveru Eiríks 20. febrúar 2007 10:30 Eiríkur Hauksson Hlaut afgerandi kosningu á úrslitakvöldinu og verður meðal gesta í árlegum Eurovision-þætti sænska sjónvarpsins. MYND/Anton „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti norrænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar segja sitt álit á þátttakendum í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið," segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. - Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti norrænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar segja sitt álit á þátttakendum í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið," segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. -
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira